Leysir frá brandaraskjóðunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2024 22:26 Það var mikið hlegið í EM stofunni í hálfleik í gærkvöldi. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi. Margir höfðu kallað eftir því að fá að vita hvað í ósköpunum hafi verið svona fyndið. Myndband af hláturskasti Kristjönu var birt á X-aðgangi Rúv: Grín á bak við tjöldin slysast stundum með inn í beina📺🤣 pic.twitter.com/JMX8CfpZbW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2024 Í knattspyrnuhlaðvarpi Hjörvars Dr. Football í dag hóf hann þáttinn á því að greina frá því hvað hafi atvikast inni í myndveri áður en bein útsending hófst. „Þetta var ótrúlegt, ég hef ekki lent oft í svona,“ sagði Hjörvar og leysti frá skjóðunni: „Málið er það að á Ríkisútvarpinu starfar algjör snillingur, Salih Heimir Porca. Á meðan leikjum stendur er hann mikið að kenna manni að bera fram Balkan-nöfn, júgóslavnesk-nöfn. Margt sem hann er ekki ánægður með þar. Hann hafði verið með svona þriggja mínútna ræðu um það hvernig eigi að bera fram Benjamin Šeško. Maður var búinn að heyra þetta alveg non-stop. Nema svo kemur Höddi Magg og labbar þarna fram. Þá segir Salih: „ Hey, Hoddí!“ og ég segi „Hey, Sali. Það er ekki „Hoddí“, það er „Höddi“. Ekki mikið fyndnara en þetta. En þetta hélt bara áfram. Porca fannst þetta að sjálfsögðu fyndið líka. En hún náði sér að lokum og stóð sig frábærlega eins og hún gerir alltaf.“ Hlusta má á brotið þar sem Hjörvar ræðir atvikið í þætti Dr. Football hér að neða. Umræðan hefst á mínútu 1:20: Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. 20. júní 2024 10:46 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Margir höfðu kallað eftir því að fá að vita hvað í ósköpunum hafi verið svona fyndið. Myndband af hláturskasti Kristjönu var birt á X-aðgangi Rúv: Grín á bak við tjöldin slysast stundum með inn í beina📺🤣 pic.twitter.com/JMX8CfpZbW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2024 Í knattspyrnuhlaðvarpi Hjörvars Dr. Football í dag hóf hann þáttinn á því að greina frá því hvað hafi atvikast inni í myndveri áður en bein útsending hófst. „Þetta var ótrúlegt, ég hef ekki lent oft í svona,“ sagði Hjörvar og leysti frá skjóðunni: „Málið er það að á Ríkisútvarpinu starfar algjör snillingur, Salih Heimir Porca. Á meðan leikjum stendur er hann mikið að kenna manni að bera fram Balkan-nöfn, júgóslavnesk-nöfn. Margt sem hann er ekki ánægður með þar. Hann hafði verið með svona þriggja mínútna ræðu um það hvernig eigi að bera fram Benjamin Šeško. Maður var búinn að heyra þetta alveg non-stop. Nema svo kemur Höddi Magg og labbar þarna fram. Þá segir Salih: „ Hey, Hoddí!“ og ég segi „Hey, Sali. Það er ekki „Hoddí“, það er „Höddi“. Ekki mikið fyndnara en þetta. En þetta hélt bara áfram. Porca fannst þetta að sjálfsögðu fyndið líka. En hún náði sér að lokum og stóð sig frábærlega eins og hún gerir alltaf.“ Hlusta má á brotið þar sem Hjörvar ræðir atvikið í þætti Dr. Football hér að neða. Umræðan hefst á mínútu 1:20:
Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. 20. júní 2024 10:46 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. 20. júní 2024 10:46