Stjórnarflokkarnir geti allir haft áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 19:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins rekur lítið fylgi Framsóknarflokksins til stöðunnar í efnahagsmálum, en segist eiga von á að fylgið taki við sér með vetrinum. Prófessor í stjórnmálafræði segir fleira ráða fylgistapinu en mikil verðbólga og háir vextir. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira