Íslenskir dansarar sópa til sín verðlaunum á heimsmeistaramóti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 16:27 Nokkrir úr hópi Danskompanís sem unnið hafa til verðlauna á mótinu. Vísir/Samsett Íslenska landsliðinu í listdansi hefur gengið einstaklega vel á heimsmeistaramótinu í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands. Um tvö hundruð íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og hefur hópurinn sópað til sín verðlaunum. Heimsmeistaramótið hófst 27. júní og stendur yfir til laugardags 6. júlí. Um tvö hundruð íslenskir keppendur eru í hópnum. „Þetta er virkilega stór hópur, ótrúlega sterkur og flottur sem Ísland sendir í ár,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri Danskompaní. Skólinn einn og sér er með 21 atriði í keppninni og hefur gengið mjög vel. „Við höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla, þrjú silfur, eitt brons og svo hafa tvö atriði lent í sjötta sæti. Við erum búin með tíu atriði af okkar. Í raun eru topp sex atriðin kölluð upp eftir hvern flokk þannig að við erum gífurlega ánægð með þau tíu sem eru búin og erum spennt fyrir næstu ellefu,“ segir Helga. „Skólarnir eru að standa sig þvílíkt vel hérna úti eins og Dansskóli Birnu Björns, sem tók sjötta sæti, Listdansskóli Hafnarfjarðar tók þriðja sæti, Listdansskóli Íslands er búinn að taka fyrsta sætið. Íslenska landsliðið er virkilega sterkt í ár.“ Landsliðið í heild vann svo til silfurverðlauna í flokknum Song And Dance. „Þannig að árangurinn er sögulegur hjá liðinu,“ segir Helga. „Stemningin er frábær! Hér er mikið af foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum og systkinum sem eru að styðja hópinn. Ísland er klárlega með sterkasta stuðningshópinn. Stemningin er geggjuð og hérna koma allir að horfa á sína samlanda, sitt lið og hvetja áfram. Samstaðan er algjörlega frábær.“ Dans Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Heimsmeistaramótið hófst 27. júní og stendur yfir til laugardags 6. júlí. Um tvö hundruð íslenskir keppendur eru í hópnum. „Þetta er virkilega stór hópur, ótrúlega sterkur og flottur sem Ísland sendir í ár,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri Danskompaní. Skólinn einn og sér er með 21 atriði í keppninni og hefur gengið mjög vel. „Við höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla, þrjú silfur, eitt brons og svo hafa tvö atriði lent í sjötta sæti. Við erum búin með tíu atriði af okkar. Í raun eru topp sex atriðin kölluð upp eftir hvern flokk þannig að við erum gífurlega ánægð með þau tíu sem eru búin og erum spennt fyrir næstu ellefu,“ segir Helga. „Skólarnir eru að standa sig þvílíkt vel hérna úti eins og Dansskóli Birnu Björns, sem tók sjötta sæti, Listdansskóli Hafnarfjarðar tók þriðja sæti, Listdansskóli Íslands er búinn að taka fyrsta sætið. Íslenska landsliðið er virkilega sterkt í ár.“ Landsliðið í heild vann svo til silfurverðlauna í flokknum Song And Dance. „Þannig að árangurinn er sögulegur hjá liðinu,“ segir Helga. „Stemningin er frábær! Hér er mikið af foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum og systkinum sem eru að styðja hópinn. Ísland er klárlega með sterkasta stuðningshópinn. Stemningin er geggjuð og hérna koma allir að horfa á sína samlanda, sitt lið og hvetja áfram. Samstaðan er algjörlega frábær.“
Dans Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira