Er paprikan mín kvenkyns? Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 21:00 Kynlífstækjaverslunareigandinn Gerður vill meina að kvenkyns paprikur séu safararíkastar en garðyrkjubóndinn Örn er á því að þær appelsínugulu séu bestar. Vísir/Sara Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað? Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“ Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Sjá meira
Gerður Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, deildi uppskrift af girnilegu nautasalati á Instagram síðu sinni á dögunum. Uppskriftin vakti nokkra athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Gerður tók sérstaklega fram að nota ætti rauða, kvenkyns papriku í salatið. Þær væru miklu safaríkari og sætari á bragðið. Athygli fréttamanns var vakin og ljóst að þarna var komið mál sem þarfnaðist rannsóknar. Við stutta leit á internetinu kom í ljós að fleiri höfðu velt upp spurningunni hvort paprikur væru yfirleitt kynjaðar og þá hvort munur væri á þeim. Fólk um allan heim hefur lengi velt fyrir sér stóru spurningunni um kyn eða kynhlutleysi paprikna.Vísir/Sara Sagan segir að karlkyns paprikur séu með þrjá hnúða en kvenkyns fjóra. Líkt og Gerður, halda einhverjir því fram að þær kvenkyns séu sætari og betri ferskar og í salat en karkyns henti betur í eldamennsku eða til að grilla. Mýtan kveðin i kút? Við ákváðum að fá sérfræðing til að útkljá málið, og engin var betur til þess fallinn en Óli Finnsson sem rekur garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási. Sölufélag garðyrkjumanna útnefndi Óla og Ingu Sigríði, konu hans, sem „ræktendur ársins“ 2023. Auk þess að rækta ýmsar tegundir af salati og grænmeti hafa þau sett fjölda nýjunga á markað eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Óli er þó hógværðin uppmáluð og kveðst ekki vera mesti sérfræðingur landsins um paprikur. „En eins og ég skil þetta og eins og fræðin segja eru paprikublómin tvíkynja,“ segir hann. „Semsagt, þau frjóvga sig sjálf. Þannig að aldinið sem myndast er bæði frá karli og konu á sömu plöntu. Þannig ég get ekki skilið hvernig ætti að vera til karlkyns eða kvenkyns paprika.“ Ein kenning er þannig að paprika með fjóra hnúða sé kvenkyns en karlkyns með þrjá.Vísir/Sigurjón Paprikur séu allskonar og hnúðarnir þýði ekkert sérstakt. Frekar ætti að velja papriku eftir litarafbrigðum. Óli mælir með appelsínugulum paprikum í sumarsalatið. „Eins mikið og Íslendingar vilja alltaf rauðar, þá eru þær ekki alltaf sætastar. Ef maður ætlaði að fara í sætustu, stóru, venjulegu paprikurnar þá væru það appelsínugular og svo rauðu. Gulu eru yfirleitt aðeins bragðminni. Svo eru þessar grænu sem eru náttúrulega bara óþroskaðar, ekki komnar með lit, þær væru þá þær sem þú notar í matseld eða á pizzuna og gefa aðeins beiskara bragð.“ Þrátt fyrir að Óli segist ekki vita allt um paprikur veit hann sennilega meira en flestir.Vísir/Sigurjón Þannig stutta svarið við spurningunni hvort paprikur geti verið karlkyns eða kvenkyns.. er nei? „Ég held ég geti sagt nei.“
Matur Samfélagsmiðlar Neytendur Grænmetisréttir Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning