„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2024 20:01 Gareth Southgate þakkar líklega fyrir að hafa ekki tekið Jude Bellingham af velli í venjulegum leiktíma. Jay Barratt - AMA/2024 AMA Sports Photo Agency Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Sjá meira
England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Sjá meira