„Eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með mistökum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2024 14:15 Christian Nørgaard í baráttu við Florian Wirtz í leik Þýskalands og Danmerkur. getty/Bernd Thissen Danir voru langt frá því að vera sáttir við dómgæsluna í leiknum gegn Þjóðverjum í sextán liða úrslitum á EM í gær og baunuðu á enska dómarateymið í viðtölum í leikslok. Þjóðverjar unnu leikinn í Dortmund, 2-0, en frammistaða ensku dómaranna var mikið til umræðu eftir leikinn. Joachim Andersen hélt að hann hefði komið Danmörku yfir í upphafi seinni hálfleiks. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var hársbreidd fyrir innan. Nánast í næstu sókn var vítaspyrna dæmd á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna og skoraði. Jamal Musiala bætti svo öðru marki við og Þjóðverjar því komnir í átta liða úrslit. Eftir leikinn gagnrýndi Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, dómarann Michael Oliver og VAR-teymið og sagði að reglan um hendi í fótbolta væri fáránleg. Christian Nørgaard, miðjumaður danska liðsins, tók undir með þjálfara sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Michael hefur dæmt nokkrum sinnum hjá mér í ensku úrvalsdeildinni og ég hef alltaf talið hann mjög góðan dómara en ég held að jafnvel hann sjálfur myndi viðurkenna að frammistaðan í dag [í gær] var vafasöm,“ sagði Nørgaard. „Ég skil það, við leikmenn spilum stundum ekki vel. En í dag [í gær] var eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með öðrum mistökum, svo öðrum mistökum. Þetta var gegnumgangandi í leiknum.“ Nørgaard leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum gegn Þýskalandi í gær. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Þjóðverjar unnu leikinn í Dortmund, 2-0, en frammistaða ensku dómaranna var mikið til umræðu eftir leikinn. Joachim Andersen hélt að hann hefði komið Danmörku yfir í upphafi seinni hálfleiks. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var hársbreidd fyrir innan. Nánast í næstu sókn var vítaspyrna dæmd á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna og skoraði. Jamal Musiala bætti svo öðru marki við og Þjóðverjar því komnir í átta liða úrslit. Eftir leikinn gagnrýndi Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, dómarann Michael Oliver og VAR-teymið og sagði að reglan um hendi í fótbolta væri fáránleg. Christian Nørgaard, miðjumaður danska liðsins, tók undir með þjálfara sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Michael hefur dæmt nokkrum sinnum hjá mér í ensku úrvalsdeildinni og ég hef alltaf talið hann mjög góðan dómara en ég held að jafnvel hann sjálfur myndi viðurkenna að frammistaðan í dag [í gær] var vafasöm,“ sagði Nørgaard. „Ég skil það, við leikmenn spilum stundum ekki vel. En í dag [í gær] var eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með öðrum mistökum, svo öðrum mistökum. Þetta var gegnumgangandi í leiknum.“ Nørgaard leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum gegn Þýskalandi í gær.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira