Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júní 2024 22:30 Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða áætlar að niðurrifinu við Íslandsbanka ljúki eftir nokkrar vikur. Vísir/Bjarni Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. Það er ekki mikið eftir af byggingunni hér á Kirkjusandi. Niðurrifsverkefnið er flókið, einkum í ljósi þess að í húsinu var mygla og önnur spilliefni, svo allt þurfti að flokka og efninu að farga eftir kúnstarinnar reglum. „Hér er verið að rífa gamla frystihúsið á Kirkjusandi, og Íslandsbankahúsið eins og flestir þekkja það. Þetta er ofsalega gleðilegt að þessum kafla í sögu svæðisins er loksins að ljúka,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Húsið hefur staðið tómt síðan 2017 þegar í ljós komu rakaskemmdir, en niðurrifið sjálft hófst ekki fyrr en fyrir um þremur mánuðum. „Þetta var flókið verkefni. Útaf þessum skemmdum þá þurfti að tæma húsið að innan, skræla allt lífrænt efni, hreinsa það, flokka það og koma því á réttu staðina. Þannig að núna er kannski einfaldi hlutinn eftir en jafnframt sá dramatískasti sem er auðvitað að rífa sjálfa bygginguna,“ segir Kjartan. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir nokkrar vikur. „Það er mikið af stáli í þessu, steypustirktarjárni þannig að hér eru öflugar græjur að verki og þetta mun taka nokkrar vikur í viðbót en meiningin er að svæðið verði tilbúið til uppbyggingar næsta haust.“ Til stendur að reisa 220 fjölbreyttar íbúðir á svæðinu. „Þetta er rándýrt. En þetta mun borga sig á endanum. Markmiðið var alltaf hér að byggja upp flott, gott borgarhverfi og það er alveg morgunljóst í mínum huga að það er að takast,“ segir Kjartan. Íslandsbanki Reykjavík Mygla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Það er ekki mikið eftir af byggingunni hér á Kirkjusandi. Niðurrifsverkefnið er flókið, einkum í ljósi þess að í húsinu var mygla og önnur spilliefni, svo allt þurfti að flokka og efninu að farga eftir kúnstarinnar reglum. „Hér er verið að rífa gamla frystihúsið á Kirkjusandi, og Íslandsbankahúsið eins og flestir þekkja það. Þetta er ofsalega gleðilegt að þessum kafla í sögu svæðisins er loksins að ljúka,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Húsið hefur staðið tómt síðan 2017 þegar í ljós komu rakaskemmdir, en niðurrifið sjálft hófst ekki fyrr en fyrir um þremur mánuðum. „Þetta var flókið verkefni. Útaf þessum skemmdum þá þurfti að tæma húsið að innan, skræla allt lífrænt efni, hreinsa það, flokka það og koma því á réttu staðina. Þannig að núna er kannski einfaldi hlutinn eftir en jafnframt sá dramatískasti sem er auðvitað að rífa sjálfa bygginguna,“ segir Kjartan. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir nokkrar vikur. „Það er mikið af stáli í þessu, steypustirktarjárni þannig að hér eru öflugar græjur að verki og þetta mun taka nokkrar vikur í viðbót en meiningin er að svæðið verði tilbúið til uppbyggingar næsta haust.“ Til stendur að reisa 220 fjölbreyttar íbúðir á svæðinu. „Þetta er rándýrt. En þetta mun borga sig á endanum. Markmiðið var alltaf hér að byggja upp flott, gott borgarhverfi og það er alveg morgunljóst í mínum huga að það er að takast,“ segir Kjartan.
Íslandsbanki Reykjavík Mygla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira