Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 14:20 Innbrotsþjófarnir virtust ekki kippa sér upp við eftirlitsmyndavélina. Skjáskot Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira