Lögreglustjórar og dómarar mótmæla launafrumvarpi Bjarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 06:51 Páley Borgþórsdóttir er formaður Lögreglustjórafélagsins. Lögreglustjórafélag Íslands og Dómstólasýslan mótmæla harðlega frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna landsins og segja ótækt að sömu reglur gildi um lögreglustjóra og dómara og gilda um kjörna fulltrúa. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Sjá meira