Komst naumlega undan aurskriðu í Eyjafjarðardal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 19:34 Aurskriðan féll þegar Ragnar var að sleppa fé upp á fjall. Aðsend Ragnar Jónsson bóndi á Halldórsstöðum innst í Eyjafirði var að klára að sleppa fé sínu upp á fjall þegar hann þurfti að bruna undan aurskriðu sem féll þar sem hann stóð. Hann komst sem betur fer undan og segir ekkert stórtjón hafa orðið af skriðunni. Þó hafi kafli úr girðingu skemmst þegar jörð hljóp yfir hana. Ragnar segir girðinguna hafa verið glænýja en að gott sé að ekki hafi farið verr. „Við vorum að þvæla þarna. Við vorum að klára að sleppa á fjall. Ég sé hana þarna uppi á fjalli þegar hún er á leiðinni niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Klippa: Aurskriða á Halldórsstöðum í Eyjafjarðardal Ragnar telur að mikil væta síðastliðinn sólarhring ásamt mikils kuldaveðurs undafarnar vikur hafi orsakað skriðuna. „Það var ausandi vatnsveður í gær og frost er ekki almennilega farið úr jörðu. Það er búið að vera það lélegt vor og byrjun sumars að það er enn frost í jörðu þarna uppi. Þetta fer örugglega af stað á frosinni jörð. Jarðvegurinn sem er þíður ofan við frost hann er orðinn vatnsmettaður og tekur ekki meira vatn og þá rennur þetta af stað. Það var mígandi rigning í allan gærdag,“ segir Ragnar. Ragnar segir einnig að skriða hafi farið á gamla bæinn sem stóð aðeins norðar en núverandi bær að Halldórsstöðum. Skriður sé að finna í gömlum heimildum þarna innst í Eyjafjarðardal. Martina Stefani skriðumatssérfræðingur segir enga tilkynningu hafa borist Veðurstofunni en að orsök skriðunnar verði skoðuð. Eyjafjarðarsveit Náttúruhamfarir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Hann komst sem betur fer undan og segir ekkert stórtjón hafa orðið af skriðunni. Þó hafi kafli úr girðingu skemmst þegar jörð hljóp yfir hana. Ragnar segir girðinguna hafa verið glænýja en að gott sé að ekki hafi farið verr. „Við vorum að þvæla þarna. Við vorum að klára að sleppa á fjall. Ég sé hana þarna uppi á fjalli þegar hún er á leiðinni niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Klippa: Aurskriða á Halldórsstöðum í Eyjafjarðardal Ragnar telur að mikil væta síðastliðinn sólarhring ásamt mikils kuldaveðurs undafarnar vikur hafi orsakað skriðuna. „Það var ausandi vatnsveður í gær og frost er ekki almennilega farið úr jörðu. Það er búið að vera það lélegt vor og byrjun sumars að það er enn frost í jörðu þarna uppi. Þetta fer örugglega af stað á frosinni jörð. Jarðvegurinn sem er þíður ofan við frost hann er orðinn vatnsmettaður og tekur ekki meira vatn og þá rennur þetta af stað. Það var mígandi rigning í allan gærdag,“ segir Ragnar. Ragnar segir einnig að skriða hafi farið á gamla bæinn sem stóð aðeins norðar en núverandi bær að Halldórsstöðum. Skriður sé að finna í gömlum heimildum þarna innst í Eyjafjarðardal. Martina Stefani skriðumatssérfræðingur segir enga tilkynningu hafa borist Veðurstofunni en að orsök skriðunnar verði skoðuð.
Eyjafjarðarsveit Náttúruhamfarir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira