Innlent

Rassía lög­reglu heldur á­fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglumenn athuga með leigubílstjóra við vestari enda Hverfisgötu á þriðja tímanum í dag.
Lögreglumenn athuga með leigubílstjóra við vestari enda Hverfisgötu á þriðja tímanum í dag. Vísir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Skattinn og Samgöngustofu hefur í dag haldið ótrauð áfram í átaki sínu við eftirlit hjá leigubílstjórum á höfuðborgarsvæðinu.

Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir aðgerðir lögreglunnar frá því um síðustu helgi einfaldlega enn í fullum gangi. Þá kannaði lögregla stöðuna hjá rúmlega 105 leigubílstjórum og voru gerðar athugasemdir hjá tæplega helmingi þeirra.

Ásmundur Rúnar segir ekkert nýtt hafa komið fram í eftirlitinu í dag. Meira af því sama.

„Það eru margir með hlutina í lagi, einhverjir sem þurfa aðeins að lagfæra og eiga von á sektum,“ segir Ásmundur Rúnar.

Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, sagðist í viðtali við fréttastofu í gær taka eftirliti lögreglunnar gagnvart leigubílstjórum fagnandi. Sagðist hann hafa miklar áhyggjur af nýliðum í stéttinni.

Ásmundur segir ekkert frekar merkja athugasemdir við óreyndari leigubílstjóra en þá reyndari.

„Þetta eru allt frá því að vera nýir og yfir í að vera reyndir leigubílstjórar.“


Tengdar fréttir

Varar við auknu of­beldi í leigu­bif­reiðum

Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, tekur eftirliti lögreglunnar gagnvart leigubílstjórum fagnandi. Hann segir mikinn fjölda nýliða í faginu hafa neikvæð áhrif á starfsemina og segir ofbeldismál þar sem leigubílstjórar eiga í hlut aukast.

Öryggis­búnaður ekki til staðar í tugum leigu­bíla

Öryggisbúnað skorti í leigubíla hjá tugum leigubílstjóra sem lögreglan hafði eftirlit með um helgina. Einhverjir þeirra leigubílstjóra sem lögreglan talaði við óku án leyfis og einn leigubílstjóri ók á ökutæki sem ekki var skráð sem leigubíll.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×