Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 18:57 Kúltúr Menn er ein af þeim verslunum sem fór afar illa út úr brunanum. Vísir/Sigurjón Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. Í tilkynningu frá Reitum kemur fram að öll afþreying verði opin ásamt líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Þær verslanir sem urðu verst úti í brunanum þurfi þó lengri tíma áður en hægt er að opna þær. „Kringlan og verslunareigendur hafa fundið fyrir gríðarlegum samhug. Þegar svona kemur upp verður ljóst hversu mikilvæg stoð Kringlan er í samfélaginu. Grettistaki hefur verið lyft og hafa hundruð manna aðstoðað og unnið ómetanlegt starf undanfarna daga,“ segir í tilkynningu. Þorgeir Ásvaldsson ræddi við Svövu Johanssen eiganda NTC í Reykjavík síðdegis í dag. Svava sagðist enn að jafna sig en verslanir hennar urðu fyrir miklu tjóni. Þetta væri mikið tjón og tíu verslanir hafi orðið fyrir altjóni. Starfsfólk væri búið að vinna hörðum höndum síðustu daga við að rýma verslanir og næst á dagskrá sé niðurrif vegna reyks og vatnsskemmda. Svava átti von á því að verslanirnar yrðu byggðar aftur á mettíma en á ekki von á því að Sautján og Kúltúr menn opni næstu tvo til þrjá mánuðina. „Allur fatnaðurinn er búinn að vera innan um reyk í marga daga,“ segir Svava og að auk þess hafi verið að bræða tjörupappa og af því komi sérstök lykt. Á þakið hafi verið sprautað vatni og froðu og parket, gólf og veggir séu ónýtir. Hvað varðar fötin sem voru í verslununum segir Svava að það sé verið að meta hvað sé heilt og hvað sé ónýtt. Því versta verði fleygt og fargað en það sé verið að meta annað. Búið er að fara með vörurnar á annan stað þar sem starfsfólk mun fara í gegnum vörurnar. Svava segist í samtali við tryggingafélagið sitt og það eigi enn eftir að koma í ljós hversu mikið er tryggt. „Fyrirtæki eru mjög misjafnlega tryggð,“ segir Svava og að þau séu nú búin að yfirfara allar sína tryggingar. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Stefna á að opna Kringluna á þriðjudag Kringlan verður lokuð í dag og á morgun meðan unnið er að reykræstingu og þurrkun vegna eldsvoðans sem varð í verslunarmiðstöðinni í gær. 16. júní 2024 13:40 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Í tilkynningu frá Reitum kemur fram að öll afþreying verði opin ásamt líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Þær verslanir sem urðu verst úti í brunanum þurfi þó lengri tíma áður en hægt er að opna þær. „Kringlan og verslunareigendur hafa fundið fyrir gríðarlegum samhug. Þegar svona kemur upp verður ljóst hversu mikilvæg stoð Kringlan er í samfélaginu. Grettistaki hefur verið lyft og hafa hundruð manna aðstoðað og unnið ómetanlegt starf undanfarna daga,“ segir í tilkynningu. Þorgeir Ásvaldsson ræddi við Svövu Johanssen eiganda NTC í Reykjavík síðdegis í dag. Svava sagðist enn að jafna sig en verslanir hennar urðu fyrir miklu tjóni. Þetta væri mikið tjón og tíu verslanir hafi orðið fyrir altjóni. Starfsfólk væri búið að vinna hörðum höndum síðustu daga við að rýma verslanir og næst á dagskrá sé niðurrif vegna reyks og vatnsskemmda. Svava átti von á því að verslanirnar yrðu byggðar aftur á mettíma en á ekki von á því að Sautján og Kúltúr menn opni næstu tvo til þrjá mánuðina. „Allur fatnaðurinn er búinn að vera innan um reyk í marga daga,“ segir Svava og að auk þess hafi verið að bræða tjörupappa og af því komi sérstök lykt. Á þakið hafi verið sprautað vatni og froðu og parket, gólf og veggir séu ónýtir. Hvað varðar fötin sem voru í verslununum segir Svava að það sé verið að meta hvað sé heilt og hvað sé ónýtt. Því versta verði fleygt og fargað en það sé verið að meta annað. Búið er að fara með vörurnar á annan stað þar sem starfsfólk mun fara í gegnum vörurnar. Svava segist í samtali við tryggingafélagið sitt og það eigi enn eftir að koma í ljós hversu mikið er tryggt. „Fyrirtæki eru mjög misjafnlega tryggð,“ segir Svava og að þau séu nú búin að yfirfara allar sína tryggingar. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan.
Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Stefna á að opna Kringluna á þriðjudag Kringlan verður lokuð í dag og á morgun meðan unnið er að reykræstingu og þurrkun vegna eldsvoðans sem varð í verslunarmiðstöðinni í gær. 16. júní 2024 13:40 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31
Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07
„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38
„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28
Stefna á að opna Kringluna á þriðjudag Kringlan verður lokuð í dag og á morgun meðan unnið er að reykræstingu og þurrkun vegna eldsvoðans sem varð í verslunarmiðstöðinni í gær. 16. júní 2024 13:40