Innlent

Einn ofn úti og grunur um reyk­eitrun

Árni Sæberg skrifar
Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga.
Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í kísilveri Elkem á Grundartanga í gærkvöldi þegar málmur flæddi upp úr einum þriggja ljósbogaofna fyrirtækisins. Ofninum hefur verið lokað og einn starfsmaður leitaði á spítala vegna gruns um reykeitrun. Betur fór en á horfist og allir komust heilir heim.

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ofninn verði óstarfhæfur í tvo daga á meðan unnið er að viðgerðum á honum.

„Við erum að vinna með málm sem er 1.800 gráðu heitur, ef hann fer eitthvert annað en hann á að fara, þá kviknar í.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×