„Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. júní 2024 20:45 Ákveðið verður í kvöld hvort umræða fari fram á þingi á morgun eða fimmtudag um vantraust á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. „Það er þetta viðvarandi ólögmæti,“ segir Bergþór og þá skipti ekki máli hvort sé litið til ákvarðana Svandísar, afstöðu umboðsmanns Alþingis til hennar ákvarðana, tímabilið þar sem Katrín sinnti verkum Svandísar eða til þess þegar Bjarkey hefur nú tekið við. Bergþór ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það kristallast kannski í því að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra notar það sem rökstuðning fyrir útgáfu leyfisins þegar á endanum hún gefur það út, gagnslaust í raun leyfi, að henni hafi aldrei staðið neitt annað til boða á grundvelli þeirra laga sem eru í gildi,“ segir Bergþór og að ráðherrar Vinstri grænna hafi haft nægan tíma í matvælaráðuneytinu til að leggja fram lagabreytingartillögur á lögunum. Undirliggjandi samtöl Heimir spyr Bergþóri hvort að mögulega sé ekki samþykki fyrir slíkum breytingum í ríkisstjórn en Bergþór segir að það hafi komið fram að þegar ríkisstjórnin var „skrúfuð aftur saman“ eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur að það hafi verið rætt og ákveðið að hvalveiðar yrðu ekki stöðvaðar. „Þannig það er augljóst að það eru undirliggjandi samtöl þarna, þó það sé ekki skrifað með beinum hætti í stjórnarsáttmála, sem hljóta að gera þingflokk Sjálfstæðisflokks ósáttan og ætti að gera þingflokk Framsóknarflokks það sömuleiðis.“ Bergþór var á leið á fund með öðrum þingflokksformönnum þar sem átti að ræða þingmálalista ríkisstjórnarinnar fyrir þinglok. Hann segist hóflega bjartsýnn á listinn sé tilbúinn. Stjórnarflokkarnir hafi haldið þinginu í gíslingu í þrjár vikur en þau hljóti að færast nær dag frá degi. Á fundi formanna á einnig að ræða hvort vantrauststillagan verði rædd á þingi á morgun eða á fimmtudag. Ekki liggur fyrir hvort allir þingmenn stjórnarflokka ætli sér að styðja við matvælaráðherra og kjósa gegn henni en þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar hafa þó gefið út að þeir ætli að gera það. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks á eftir að ræða málið en í það minnsta tveir þingmenn flokksins, Teitur Björn Einarsson og Jón Gunnarsson, hafa talað skýrt gegn ákvörðunum ráðherra. Ef einhverjir þingmenn flokksins greiða atkvæði með tillögunni myndi það eflaust hafa einhver áhrif á stjórnarsamstarfið. Hvalveiðar Hvalir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. 15. júní 2024 19:54 Vilja banna hvalveiðar með lögum Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna. 15. júní 2024 13:42 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar 14. júní 2024 06:45 Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Það er þetta viðvarandi ólögmæti,“ segir Bergþór og þá skipti ekki máli hvort sé litið til ákvarðana Svandísar, afstöðu umboðsmanns Alþingis til hennar ákvarðana, tímabilið þar sem Katrín sinnti verkum Svandísar eða til þess þegar Bjarkey hefur nú tekið við. Bergþór ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það kristallast kannski í því að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra notar það sem rökstuðning fyrir útgáfu leyfisins þegar á endanum hún gefur það út, gagnslaust í raun leyfi, að henni hafi aldrei staðið neitt annað til boða á grundvelli þeirra laga sem eru í gildi,“ segir Bergþór og að ráðherrar Vinstri grænna hafi haft nægan tíma í matvælaráðuneytinu til að leggja fram lagabreytingartillögur á lögunum. Undirliggjandi samtöl Heimir spyr Bergþóri hvort að mögulega sé ekki samþykki fyrir slíkum breytingum í ríkisstjórn en Bergþór segir að það hafi komið fram að þegar ríkisstjórnin var „skrúfuð aftur saman“ eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur að það hafi verið rætt og ákveðið að hvalveiðar yrðu ekki stöðvaðar. „Þannig það er augljóst að það eru undirliggjandi samtöl þarna, þó það sé ekki skrifað með beinum hætti í stjórnarsáttmála, sem hljóta að gera þingflokk Sjálfstæðisflokks ósáttan og ætti að gera þingflokk Framsóknarflokks það sömuleiðis.“ Bergþór var á leið á fund með öðrum þingflokksformönnum þar sem átti að ræða þingmálalista ríkisstjórnarinnar fyrir þinglok. Hann segist hóflega bjartsýnn á listinn sé tilbúinn. Stjórnarflokkarnir hafi haldið þinginu í gíslingu í þrjár vikur en þau hljóti að færast nær dag frá degi. Á fundi formanna á einnig að ræða hvort vantrauststillagan verði rædd á þingi á morgun eða á fimmtudag. Ekki liggur fyrir hvort allir þingmenn stjórnarflokka ætli sér að styðja við matvælaráðherra og kjósa gegn henni en þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar hafa þó gefið út að þeir ætli að gera það. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks á eftir að ræða málið en í það minnsta tveir þingmenn flokksins, Teitur Björn Einarsson og Jón Gunnarsson, hafa talað skýrt gegn ákvörðunum ráðherra. Ef einhverjir þingmenn flokksins greiða atkvæði með tillögunni myndi það eflaust hafa einhver áhrif á stjórnarsamstarfið.
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. 15. júní 2024 19:54 Vilja banna hvalveiðar með lögum Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna. 15. júní 2024 13:42 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar 14. júní 2024 06:45 Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. 15. júní 2024 19:54
Vilja banna hvalveiðar með lögum Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna. 15. júní 2024 13:42
Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49
Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar 14. júní 2024 06:45
Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43