Flughált víðs vegar vegna nýrrar aðferðar við vegaklæðningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júní 2024 18:40 Ólafur segir ástandið sums staðar vera eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn. Vísir/Vilhelm Ólafur Kr. Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir nýja aðferð við vegaklæðningu á umferðarvegum valda bikblæðingu sem getur verið lífshættuleg. Hann lýsir ástandi sumra vega með þungri umferð þannig að sé eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn. Binding vega er gerð með tvenns konar hætti, að sögn Ólafs. Annars vegar eru vegir malbikaðir og hins vegar klæddir. Mismunandi ástæður séu fyrir því að ákveðið sé að klæða eða malbika en fyrst og fremst dugi klæðning á vegum með litla sem enga daglega umferð. Það sé þó ekki staðan á þjóðveginum eða Gullna hringnum sem hafi þó verið klæddir. Fiskiolía í stað terpentínu „Þetta er ómerkilegasta bindiefni sem hægt er að hugsa sér á vegi. Þetta er ekki nema tveir og hálfur sentimetri á þykkt og þetta er bara möl sem er sáldrað yfir bik eða tjöru sem er sprautað á veginn. Til þess að þetta virki þarf að þynna bikið. Það er samkvæmt uppskrift gert með terpentínu. En á Íslandi er búið að ákveða það eða einhverjir sérfræðingar hér að terpentína sé olíuvara, það er vond lykt af henni, hún er mengun og ef þú drekkur hana verðurðu veikur,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Mynd sem Ólafur tók við aðkomuna að Geysi sem sýnir hvert ástandið getur orðið á fjölförnum vegum vegna bikblæðingar.Ólafur Kr. Guðmundsson Lengi hafi verið unnið að því að finna bindiefni sem komið gæti í staðinn fyrir terpentínu og var niðurstaðan sú að úrgangslýsi yrði notað. „Þeir eru lengi búnir að vera að reyna að finna eitthvað í staðinn fyrir terpentínuna og eru núna að setja fiskiolíu, úrgangslýsi, í staðinn fyrir terpentínuna í bikið. Það er fita og hún gufar ekki upp. Það sem gerist þegar þú notar terpentínu, það er það að þetta þynnir bikið á meðan þú ert að leggja þetta þannig að mölin þjappast ofan í bikið, síðan gufar terpentínan upp og þá storknar bikið og verður eins og vax og límir grjótið niður. Þannig á að gera þetta en ef þú notar fiskiolíu, þá geturðu sprautað þessu á, en fitan gufar ekki upp. Hún er þarna áfram,“ segir Ólafur. Álag á klæðninguna valdi flughálku Þegar hitasveifla verði eins og síðustu vikur á Norðurlandi sem og þegar umferðin sé þung á vegunum fari bikið að blæða. Þetta eigi það sérstaklega til að gerast þar sem vegur fer upp brekku, á gatnamótum eða á öðrum stöðum þar sem umferðin beygir. Þar er meira álag á klæðninguna. Ólafur segir þetta geta gerst allan ársins hring og þá löðri allt í blæðingum á umferðaræðum. „Þá verður þetta bara eins og hellt hafi verið olíu á veginn. Þetta verður flughált,“ segir Ólafur. Ólafur segir að íslenskir flutningabíla- og rútubílstjórar séu margir hverjir vel kunnugir þessu en að óvanir bílstjórar eins og til dæmis erlendir þekki ekki hvaða áhrif þetta geti haft á yfirborð vegarins. „Við vissum þetta ekki fyrst og Vegagerðin ekki heldur en eftir að hafa horft á þetta í nokkur ár og fylgst með því í hvaða kringumstæðum þetta gerist þá held ég að þetta sé tilfellið,“ segir Ólafur. Yfirvöld þurfi að bregðast við Ólafur segir að þegar umferðin sé orðin eins mikil og raun ber vitni á veginum um Öxnadalsheiði, þar sem ferðamannarúta hafnaði á dögunum utan vegar, sé ekki hægt að nota klæðningu. Heldur þurfi þá að malbika vegin. Ólafur telur sjálfur að hámark notagildis klæðningarinnar sé á bilinu 1500 til 2000 bíla umferð dalega. Hann segir jafnframt að vandinn sé í sjálfu sér ekki Vegagerðinni að kenna heldur þurfi yfirvöld að setja þá kröfu að fari umferðin yfir ákveðinn daglegan bílafjölda verði að malbika. „Klæðning er fín á sveitavegum og bílaplönum en á umferðaræðum eins og hringveginum og Gullna hringnum í dag þá bara dugar hún ekki,“ segir Ólafur. Vegagerð Umferðaröryggi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Binding vega er gerð með tvenns konar hætti, að sögn Ólafs. Annars vegar eru vegir malbikaðir og hins vegar klæddir. Mismunandi ástæður séu fyrir því að ákveðið sé að klæða eða malbika en fyrst og fremst dugi klæðning á vegum með litla sem enga daglega umferð. Það sé þó ekki staðan á þjóðveginum eða Gullna hringnum sem hafi þó verið klæddir. Fiskiolía í stað terpentínu „Þetta er ómerkilegasta bindiefni sem hægt er að hugsa sér á vegi. Þetta er ekki nema tveir og hálfur sentimetri á þykkt og þetta er bara möl sem er sáldrað yfir bik eða tjöru sem er sprautað á veginn. Til þess að þetta virki þarf að þynna bikið. Það er samkvæmt uppskrift gert með terpentínu. En á Íslandi er búið að ákveða það eða einhverjir sérfræðingar hér að terpentína sé olíuvara, það er vond lykt af henni, hún er mengun og ef þú drekkur hana verðurðu veikur,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Mynd sem Ólafur tók við aðkomuna að Geysi sem sýnir hvert ástandið getur orðið á fjölförnum vegum vegna bikblæðingar.Ólafur Kr. Guðmundsson Lengi hafi verið unnið að því að finna bindiefni sem komið gæti í staðinn fyrir terpentínu og var niðurstaðan sú að úrgangslýsi yrði notað. „Þeir eru lengi búnir að vera að reyna að finna eitthvað í staðinn fyrir terpentínuna og eru núna að setja fiskiolíu, úrgangslýsi, í staðinn fyrir terpentínuna í bikið. Það er fita og hún gufar ekki upp. Það sem gerist þegar þú notar terpentínu, það er það að þetta þynnir bikið á meðan þú ert að leggja þetta þannig að mölin þjappast ofan í bikið, síðan gufar terpentínan upp og þá storknar bikið og verður eins og vax og límir grjótið niður. Þannig á að gera þetta en ef þú notar fiskiolíu, þá geturðu sprautað þessu á, en fitan gufar ekki upp. Hún er þarna áfram,“ segir Ólafur. Álag á klæðninguna valdi flughálku Þegar hitasveifla verði eins og síðustu vikur á Norðurlandi sem og þegar umferðin sé þung á vegunum fari bikið að blæða. Þetta eigi það sérstaklega til að gerast þar sem vegur fer upp brekku, á gatnamótum eða á öðrum stöðum þar sem umferðin beygir. Þar er meira álag á klæðninguna. Ólafur segir þetta geta gerst allan ársins hring og þá löðri allt í blæðingum á umferðaræðum. „Þá verður þetta bara eins og hellt hafi verið olíu á veginn. Þetta verður flughált,“ segir Ólafur. Ólafur segir að íslenskir flutningabíla- og rútubílstjórar séu margir hverjir vel kunnugir þessu en að óvanir bílstjórar eins og til dæmis erlendir þekki ekki hvaða áhrif þetta geti haft á yfirborð vegarins. „Við vissum þetta ekki fyrst og Vegagerðin ekki heldur en eftir að hafa horft á þetta í nokkur ár og fylgst með því í hvaða kringumstæðum þetta gerist þá held ég að þetta sé tilfellið,“ segir Ólafur. Yfirvöld þurfi að bregðast við Ólafur segir að þegar umferðin sé orðin eins mikil og raun ber vitni á veginum um Öxnadalsheiði, þar sem ferðamannarúta hafnaði á dögunum utan vegar, sé ekki hægt að nota klæðningu. Heldur þurfi þá að malbika vegin. Ólafur telur sjálfur að hámark notagildis klæðningarinnar sé á bilinu 1500 til 2000 bíla umferð dalega. Hann segir jafnframt að vandinn sé í sjálfu sér ekki Vegagerðinni að kenna heldur þurfi yfirvöld að setja þá kröfu að fari umferðin yfir ákveðinn daglegan bílafjölda verði að malbika. „Klæðning er fín á sveitavegum og bílaplönum en á umferðaræðum eins og hringveginum og Gullna hringnum í dag þá bara dugar hún ekki,“ segir Ólafur.
Vegagerð Umferðaröryggi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira