„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júní 2024 12:31 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir málið stranda hjá Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Arnar Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf. Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf.
Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira