Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 19:08 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ segist vera undirbúin undir það ef Quang Le hafi samband við brotaþola. Vísir Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“