Auglýsti hlaðvarp Miðflokksins í pontu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 23:39 Bergþór Ólason þingmaður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fóru með ræðu fyrir hönd flokksins í eldhúdagsumræðum í kvöld. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins uppskar hlátur í lok ræðu sinnar í eldhúsdagsumræðum í kvöld þegar hann auglýsti hlaðvarp flokksins, Sjónvarpslausa fimmtudaga, sem hann og Sigmundur Davíð flokksbróðir hans halda uppi. Í ræðu sinni sagði Bergþór að þingið sem senn verður slitið sé með þeim undarlegustu á líftíma ríkisstjórnarinnar. Þá skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þrautagöngu þeirra hafa orðið átakanlega augljósa á liðnum vikum. „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtur þess nú að kjamsa á nýrri ríkisstofnun, Mannréttindastofnun, ofan á allar hinar stofnanirnar sem höndla með þau mál og ófjármögnuðu listamannalaunin og ófjármagnaða þjóðaróperan, allt hlýtur þetta að vekja gleði. Vinstri grænir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný útlendingalög, sem eru til bóta þótt enn sé of skammt gengið. Breyting á lögreglulögum er þeim eflaust mjúkur biti undir tönn, enda útilokað fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá það mál ekki klárast, það væri beinlínis niðurlægjandi fyrir flokkinn. En Vinstri grænir fá Mannréttindastofnun sína, þannig að þeir kyngja rest. Framsóknarmennirnir halda svo áfram baráttunni við sjálfa sig þar sem minkurinn er kominn í hænsnakofann en samt virðist meiri hluti lykilfrumvarpa flokksins ekki fjármagnaður að fullu og augljóslega ætlunin að senda vandamálið yfir á næstu ríkisstjórn,“ sagði Bergþór í ræðu sinni. Sendi Grindvíkingum og bændum kveðju Hann sendi Grindvíkingum og bændum að auki kveðju. Sagðist vona að það takist að standa með þeim Grindvíkingum varðandi þær lausnir sem þeim eru boðnar. „Við bændur landsins vil ég segja, Standið ykkur vel í baráttunni sem þið standið í eftir veðurskotið fyrir norðan og austan.“ Þá endaði hann ræðu sína, sem var sú síðasta í kvöld, á að senda landsmönnum sumarkveðju en tókst að auki að lauma inn lítilli auglýsingu. „Góðir landsmenn. Ég held að sumarið eigi eftir að verða afbragðsgott. Við í þingflokki Miðflokksins ætlum að flandra um og reyna að hitta sem flesta. En til að sumarið verði enn þá betra en annars yrði hvet ég ykkur til að hlusta á Sjónvarpslausa fimmtudaga sem koma í loftið á hverjum fimmtudegi,“ sagði Bergþór og viðstaddir hlógu. „Þar munum við í þingflokki Miðflokksins halda áfram að bæta, hressa og kæta.“ Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Bergþór að þingið sem senn verður slitið sé með þeim undarlegustu á líftíma ríkisstjórnarinnar. Þá skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þrautagöngu þeirra hafa orðið átakanlega augljósa á liðnum vikum. „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtur þess nú að kjamsa á nýrri ríkisstofnun, Mannréttindastofnun, ofan á allar hinar stofnanirnar sem höndla með þau mál og ófjármögnuðu listamannalaunin og ófjármagnaða þjóðaróperan, allt hlýtur þetta að vekja gleði. Vinstri grænir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný útlendingalög, sem eru til bóta þótt enn sé of skammt gengið. Breyting á lögreglulögum er þeim eflaust mjúkur biti undir tönn, enda útilokað fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá það mál ekki klárast, það væri beinlínis niðurlægjandi fyrir flokkinn. En Vinstri grænir fá Mannréttindastofnun sína, þannig að þeir kyngja rest. Framsóknarmennirnir halda svo áfram baráttunni við sjálfa sig þar sem minkurinn er kominn í hænsnakofann en samt virðist meiri hluti lykilfrumvarpa flokksins ekki fjármagnaður að fullu og augljóslega ætlunin að senda vandamálið yfir á næstu ríkisstjórn,“ sagði Bergþór í ræðu sinni. Sendi Grindvíkingum og bændum kveðju Hann sendi Grindvíkingum og bændum að auki kveðju. Sagðist vona að það takist að standa með þeim Grindvíkingum varðandi þær lausnir sem þeim eru boðnar. „Við bændur landsins vil ég segja, Standið ykkur vel í baráttunni sem þið standið í eftir veðurskotið fyrir norðan og austan.“ Þá endaði hann ræðu sína, sem var sú síðasta í kvöld, á að senda landsmönnum sumarkveðju en tókst að auki að lauma inn lítilli auglýsingu. „Góðir landsmenn. Ég held að sumarið eigi eftir að verða afbragðsgott. Við í þingflokki Miðflokksins ætlum að flandra um og reyna að hitta sem flesta. En til að sumarið verði enn þá betra en annars yrði hvet ég ykkur til að hlusta á Sjónvarpslausa fimmtudaga sem koma í loftið á hverjum fimmtudegi,“ sagði Bergþór og viðstaddir hlógu. „Þar munum við í þingflokki Miðflokksins halda áfram að bæta, hressa og kæta.“
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira