„Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. júní 2024 20:20 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira