Framkoman eftir flogið niðurlægjandi og meiðandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 11:17 Unnur Hrefna segir fatlað fólk of oft mæta hindrunum félagslega. Mynd/Ruth Ásgeirs Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi. „En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið. Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið.
Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira