„Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 21:01 Sigursteinn, til vinstri, og Jón, til hægri, fóru yfir afstöðu sína til hvalveiða í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Matvælaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að heimila hvalveiðar úr mörgum ólíkum áttum. Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands og Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar,“ segir Sigursteinn. Það hafi komið ljós við eftirlit Matvælastofnunar veiðunum að þriðjungur dýranna eru með tvo sprengiskutla í sér. Hann segir hvalina næststærstu dýr jarðar, vera um 50 tonn og tuttugu metra að lengd. Það sé erfitt að veiða svo stór dýr og það hafi komið í ljós að það er ekki með neinum hætti hægt að veiða slík dýr með mannúðlegurm hætti. „Þess vegna verður þetta að hætta.“ Jón Gunnarsson segir veiðiaðferðirnar í stöðugri þróun og það hafi verið góð reynsla af þeim aðferðum sem hafi verið notaðar við hvalveiðarnar síðasta sumar. Hvalur hf. Hafi nú þróað sérstaka aðferð með rafstuði til að drepa dýrin. Þau hafi ekki fengið leyfi til prófa það en um sé að ræða betri og skilvirkari leið til að drepa dýrin með skjótum hætti. „Það er þróun í þessu eins og öðrum veiðum,“ segir Jón. Klippa: Sætir gagnrýni fyrir ákvörðunina Hann gagnrýndi ákvörðun ráðherra á þingi í dag og segist vera ósáttur við málsmeðferð ráðuneytisins í þessu máli. Bæði í ár og í fyrra og það standist ekki skoðun um hvernig hafi verið haldið utan um þessi mál í ráðuneytinu. Hann segir að í gildi séu lög um hvalveiðar og þau séu æðri lögum um dýravernd. Umboðsmaður Alþingis hafi farið ítarlega yfir þetta allt í áliti sínu í fyrra og hvernig hafi verið brotið á atvinnurétti fólks. Sigursteinn segir skrítið að vera í þeirri stöðu árið 2024 að verið sé að heimila hvalveiðar á ný, þó það sé aðeins til eins árs og til að drepa 128 dýr. Eigi að fella lögin úr gildi „Það er verið að byggja 75 ára gömlum lögum,“ segir Sigursteinn og að á sama tíma og þessi lög voru sett þótti fínt að fara á sportveiðar í Afríku til að veiða fíla og nashyrninga. Allt önnur viðmið hafi verið uppi um dýravelferð og að það sé álit Dýraverndunarsambandsins að þessar veiðar eigi að heyra sögunni til. „Þessu ber að ljúka og við horfumst í augu við þann tíma sem við lifum á. Þar sem eru allt aðrar kröfur en voru þegar þessi lög um hvalveiðar, 1949, voru sett,“ segir Sigursteinn að það eigi að fella þau lög úr gildi. Fólk hafi væntingar Jón segir ólgu meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og það hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Það sama eigi við um einhverja þingmenn Framsóknarflokksins. „Það sem er að hér er að við erum með lög í landinu. Fólk hefur haft væntingar,“ segir Jón og að það sé hópur fólks sem hafi þetta að atvinnu og geri ráð fyrir þeim tekjum sem því fylgir. Það sé verið að ganga á rétt þeirra og fyrirtækisins sem hafi þessi lög sem viðmið. Jón segir rök um breytta tíma ekki standast. Íslendingar séu ekki eina þjóðin í heiminum sem veiði hvali. Veiðarnar séu sjálfbærar og að hræðsluáróður um atvinnugreinina eigi ekki við rök að styðjast. Ferðamenn komi samt til landsins. Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
„Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar,“ segir Sigursteinn. Það hafi komið ljós við eftirlit Matvælastofnunar veiðunum að þriðjungur dýranna eru með tvo sprengiskutla í sér. Hann segir hvalina næststærstu dýr jarðar, vera um 50 tonn og tuttugu metra að lengd. Það sé erfitt að veiða svo stór dýr og það hafi komið í ljós að það er ekki með neinum hætti hægt að veiða slík dýr með mannúðlegurm hætti. „Þess vegna verður þetta að hætta.“ Jón Gunnarsson segir veiðiaðferðirnar í stöðugri þróun og það hafi verið góð reynsla af þeim aðferðum sem hafi verið notaðar við hvalveiðarnar síðasta sumar. Hvalur hf. Hafi nú þróað sérstaka aðferð með rafstuði til að drepa dýrin. Þau hafi ekki fengið leyfi til prófa það en um sé að ræða betri og skilvirkari leið til að drepa dýrin með skjótum hætti. „Það er þróun í þessu eins og öðrum veiðum,“ segir Jón. Klippa: Sætir gagnrýni fyrir ákvörðunina Hann gagnrýndi ákvörðun ráðherra á þingi í dag og segist vera ósáttur við málsmeðferð ráðuneytisins í þessu máli. Bæði í ár og í fyrra og það standist ekki skoðun um hvernig hafi verið haldið utan um þessi mál í ráðuneytinu. Hann segir að í gildi séu lög um hvalveiðar og þau séu æðri lögum um dýravernd. Umboðsmaður Alþingis hafi farið ítarlega yfir þetta allt í áliti sínu í fyrra og hvernig hafi verið brotið á atvinnurétti fólks. Sigursteinn segir skrítið að vera í þeirri stöðu árið 2024 að verið sé að heimila hvalveiðar á ný, þó það sé aðeins til eins árs og til að drepa 128 dýr. Eigi að fella lögin úr gildi „Það er verið að byggja 75 ára gömlum lögum,“ segir Sigursteinn og að á sama tíma og þessi lög voru sett þótti fínt að fara á sportveiðar í Afríku til að veiða fíla og nashyrninga. Allt önnur viðmið hafi verið uppi um dýravelferð og að það sé álit Dýraverndunarsambandsins að þessar veiðar eigi að heyra sögunni til. „Þessu ber að ljúka og við horfumst í augu við þann tíma sem við lifum á. Þar sem eru allt aðrar kröfur en voru þegar þessi lög um hvalveiðar, 1949, voru sett,“ segir Sigursteinn að það eigi að fella þau lög úr gildi. Fólk hafi væntingar Jón segir ólgu meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og það hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Það sama eigi við um einhverja þingmenn Framsóknarflokksins. „Það sem er að hér er að við erum með lög í landinu. Fólk hefur haft væntingar,“ segir Jón og að það sé hópur fólks sem hafi þetta að atvinnu og geri ráð fyrir þeim tekjum sem því fylgir. Það sé verið að ganga á rétt þeirra og fyrirtækisins sem hafi þessi lög sem viðmið. Jón segir rök um breytta tíma ekki standast. Íslendingar séu ekki eina þjóðin í heiminum sem veiði hvali. Veiðarnar séu sjálfbærar og að hræðsluáróður um atvinnugreinina eigi ekki við rök að styðjast. Ferðamenn komi samt til landsins. Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
„Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32
„Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58
Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07
Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent