Borgarstjórinn tekinn í listflug á flugsýningu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2024 08:40 Einar Þorsteinsson, þá formaður borgarráðs, flaug í rafmagnsflugvélinni TF-KWH á flugsýningunni í fyrra. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, fer í listflug á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þetta verður meðal sýningaratriða á flugsýningu Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir milli klukkan 13 og 16. Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18