Borgin undirbýr sölu Perlunnar, rafstöðvar og bílastæða Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 18:04 Reykjavíkurborg keypti Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka Orkuveitu Reykjavíkur. Nú vill hún selja eignina. Vísir/Vilhelm Söluferli á Perlunni, rafstöðvarhúsi í Elliðaárdal og bílastæðum undir Hörpu var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Lágmarksverð fyrir Perluna verður þrír og hálfur milljarður króna en væntanlegur kaupandi þarf að opna dyr sínar fyrir grunnskólanemum. Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu. Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu.
Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira