Borgin undirbýr sölu Perlunnar, rafstöðvar og bílastæða Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 18:04 Reykjavíkurborg keypti Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka Orkuveitu Reykjavíkur. Nú vill hún selja eignina. Vísir/Vilhelm Söluferli á Perlunni, rafstöðvarhúsi í Elliðaárdal og bílastæðum undir Hörpu var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Lágmarksverð fyrir Perluna verður þrír og hálfur milljarður króna en væntanlegur kaupandi þarf að opna dyr sínar fyrir grunnskólanemum. Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu. Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Samþykkt var að selja Perluna og tvo vatnstaka í haust en fyrirkomulag söluferlisins fór fyrir borgarráð í dag. Ferlið verður í tveimur þrepum þar sem fyrst verður auglýst eftir áhugasömum kaupendum. Síðar verður þeim sem uppfylla kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt boðið að leggja fram kauptilboð. Á meðal kvaðanna sem borgin leggur á herðar áhugasamra kaupenda er að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Gert er ráð fyrir að Perlan verði auglýst til sölu nú í júní, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Líta til fleira en kaupverðs við sölu á Toppstöðinni Á sama tíma ákvað borgarráð að heimila söluferli á Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Stöðin er elsta gufuaflstöð landsins en þar hefur verið rekið frumkvöðlasetur frá árinu 2008. Byggingin er tæpir 6.500 fermetrar og er metin á tæpar 775 milljónir króna í gildandi fasteignamati. Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Hún er elsta gufuaflstöð landsins.Vísir/Vilhelm Halda á samkeppni í tengslum við söluna þar sem fleiri þættir en kaupverð er sagt hafa áhrif við mat á tilboðum í ljósi sögulegs mikilvægs hússins og staðsetningar þess. Kaupverðið hefur 75 prósent vægi en einnig á að meta tilboð eftir hugmyndafræði, tengslum við dalinn, hönnun og samráð við nærumhverfi auk fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu. Einnig verður byggt á hugmyndum bjóðenda um sjálfbærni og kolefnisfótspor. Borgaryfirvöld segjast áskilja sér rétt til þess að taka eða hafna hvaða tilboð sem berst í stöðina. Borgin á tæp þrjátíu prósent bílastæða undir Hörpu.Vísir/Vilhelm Ætla að selja sín stæði í Hörpu Þá lagði borgarráð blessun sína yfir sölu á 125 bílastæðum sem borgin á undir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Brunabótamat stæðanna í ár er rúmur 1,1 milljarður króna. Einnig stendur til að auglýsa þau til sölu í þessum mánuði. Stjórn rekstarfélagsins Stæðis slhf. sem rekur bílastæðahúsið hefur forkaupsrétt að stæðunum. Borgin og opinbert hlutafélag um rekstur Hörpu eiga félagið saman. Hlutur borgarinnar er 22,94 prósent. Hluthafar hafa síðan forkaupsrétt í hlutfalli við eign sína í félaginu. Nýti þeir ekki rétt sinn tekur nýr eigandi stæðanna sæti borgarinnar í rekstrarfélaginu.
Reykjavík Fasteignamarkaður Borgarstjórn Salan á Perlunni Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent