Tók fjóra daga að þíða skautasvellið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 19:10 Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar, stendur í ströngu þessa dagana. bjarni einarsson Í fyrsta sinn í sjö ár sést í steypuna undir ísnum í Skautahöllinni í Laugardal þar sem endurbætur standa nú yfir. Fjóra daga tók að þíða ísinn áður en hægt var rífa niður veggi. „Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“ Skautaíþróttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“
Skautaíþróttir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira