Hrekkjalómur kroppar slaufuna af ókyngreindum salernum Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 12:08 Stjórnarandstöðuflokkarnir eru með skrifstofur á sömu hæð í nýja húsinu. Arnar Sumir halda því fram að ein stoð þess að ríkisstjórnin haldi velli sé ósamstæð stjórnarandstaða. Klósettmálin eru þar ekki til að bæta úr skák. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru með skrifstofur á sömu hæð í nýja húsinu en eins og menn muna var dregið um skrifstofurými og dró Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins stutta stráið í þeim efnum Var hann með óheppilega yfirlýsingu í þeim efnum: „Útsýnið úr minni skrifstofu er bara hvítur veggur, ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni,“ sagði Eyjólfur sem vildi meina að hann væri í húsi sem væri ekki hannað fyrir sig heldur arkítektinn. „Mér líður eins og ég sé í húsi sem ekki er hannað fyrir mig, heldur arkitektinn. Ég sé ekki að farið hafi fram nein greining á þörfum þingmanna,“ segir hann en þinmönnum er bannað vera með persónulega muni á skrifstofum sínum, séu þeir ekki í stíl við bygginguna. Þá eru salernin í því rými sem stjórnarandstaðan heldur til í öll ókyngreind í takti við það sem menn halda að lýsi almennum og réttum vilja. Sumar þingkonurnar eru ósáttar við þetta og merkja konuklósettin með slaufum en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einhver ónefndur hrekkjalómur stundað það að rífa þessa „leynimerkingu“ ætíð niður. Ekki er vitað hver er með þessa hljóðlátu uppreisn en án þess að hér sé nokkuð staðhæft liggja Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óneitanlega undir grun. Þeir gefa ekki mikið fyrir þessa kynlausu hætti. Nema þingmenn Pírata vilji standa með því að kynlaus klósettin fái að standa ómerkt? Þetta er í það minnsta leyndardómur. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru með skrifstofur á sömu hæð í nýja húsinu en eins og menn muna var dregið um skrifstofurými og dró Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins stutta stráið í þeim efnum Var hann með óheppilega yfirlýsingu í þeim efnum: „Útsýnið úr minni skrifstofu er bara hvítur veggur, ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni,“ sagði Eyjólfur sem vildi meina að hann væri í húsi sem væri ekki hannað fyrir sig heldur arkítektinn. „Mér líður eins og ég sé í húsi sem ekki er hannað fyrir mig, heldur arkitektinn. Ég sé ekki að farið hafi fram nein greining á þörfum þingmanna,“ segir hann en þinmönnum er bannað vera með persónulega muni á skrifstofum sínum, séu þeir ekki í stíl við bygginguna. Þá eru salernin í því rými sem stjórnarandstaðan heldur til í öll ókyngreind í takti við það sem menn halda að lýsi almennum og réttum vilja. Sumar þingkonurnar eru ósáttar við þetta og merkja konuklósettin með slaufum en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einhver ónefndur hrekkjalómur stundað það að rífa þessa „leynimerkingu“ ætíð niður. Ekki er vitað hver er með þessa hljóðlátu uppreisn en án þess að hér sé nokkuð staðhæft liggja Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óneitanlega undir grun. Þeir gefa ekki mikið fyrir þessa kynlausu hætti. Nema þingmenn Pírata vilji standa með því að kynlaus klósettin fái að standa ómerkt? Þetta er í það minnsta leyndardómur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira