Sextán umsagnir bárust Bjarkeyju sem liggur undir feldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 11:31 Framtíð hvalveiða á Íslandi er í höndum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur. Vísir/Einar Matvælaráðherra liggur enn undir feldi með ákvörðun sína um leyfisveitingu til hvalveiða. Umsagnarfresti lauk á miðnætti og sextán umsagnir bárust. Í skriflegu svari ráðuneytis er umsagnafjöldinn staðfestur. Ekki hefur náðst í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag. Annasamt er á þingi hjá henni að sögn aðstoðarmanns hennar Bjarka Hjörleifssonar. Í síðustu viku tjáði Bjarkey fréttastofu að hún hafi ekki viljandi beðið fram yfir kosningar með ákvörðun sína. Ákvörðun „kunni að liggja fyrir í næstu viku“ sem nú er hálfnuð. Þá, þann 28. maí, var loks kallað eftir umsögnum stofnana og hagaðila. Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun eru þær stofnanir sem skiluðu umsögnum. Þá skiluðu sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit umsögnum sömuleiðis. Þeir hagaðilar sem skiluðu umsögn eru eftirfarandi: Samtök ferðaþjónustunnar Hvalaskoðunarsamtök Íslands Dýraverndarsamband Íslands Samtök um dýravelferð á Íslandi Náttúruverndarsamtök Íslands Landvernd Félag kvikmyndagerðarmanna Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Verkalýðsfélag Akraness Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna Hvalavinir „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við fréttastofu í lok maímánaðar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Bjarkey kvaðst ósammála því, hún vilji gefa sér tíma í að fara yfir umsókn Hvals hf. þar sem veiðarnar standi á tímamótum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30 Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Í skriflegu svari ráðuneytis er umsagnafjöldinn staðfestur. Ekki hefur náðst í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag. Annasamt er á þingi hjá henni að sögn aðstoðarmanns hennar Bjarka Hjörleifssonar. Í síðustu viku tjáði Bjarkey fréttastofu að hún hafi ekki viljandi beðið fram yfir kosningar með ákvörðun sína. Ákvörðun „kunni að liggja fyrir í næstu viku“ sem nú er hálfnuð. Þá, þann 28. maí, var loks kallað eftir umsögnum stofnana og hagaðila. Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun eru þær stofnanir sem skiluðu umsögnum. Þá skiluðu sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit umsögnum sömuleiðis. Þeir hagaðilar sem skiluðu umsögn eru eftirfarandi: Samtök ferðaþjónustunnar Hvalaskoðunarsamtök Íslands Dýraverndarsamband Íslands Samtök um dýravelferð á Íslandi Náttúruverndarsamtök Íslands Landvernd Félag kvikmyndagerðarmanna Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Verkalýðsfélag Akraness Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna Hvalavinir „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við fréttastofu í lok maímánaðar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Bjarkey kvaðst ósammála því, hún vilji gefa sér tíma í að fara yfir umsókn Hvals hf. þar sem veiðarnar standi á tímamótum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30 Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30
Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30