Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 06:38 Lavrov er á ferð um Afríku og sést hér með Morissanda Kouyate, utanríkisráðherra Gíneu. AP/Utanríkisráðuneyti Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi með Jean Claude Gakosso, utanríkisráðherra Vestur-Kongó, en Lavrov er nú í opinberri heimsókn í Afríku. Úkraínumenn greindu frá því í síðustu viku að greitt hefði verið fyrir því að franskir hermenn gætu komið til Úkraínu í þeim tilgangi að þjálfa úkraínska hermenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hins vegar aðspurður um staðhæfingarnar ekki vilja tjá sig um eitthvað sem gæti mögulega gerst. Hann myndi tjá sig um málið þegar þess yrði minnst síðar í þessari viku að 80 ár væru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Lavrov sagðist telja að Frakkar væru þegar komnir til Úkraínu en óháð stöðu þeirra þá væru allir embættismenn hersveita og allir málaliðar lögmæt skotmörk Rússa. Undir þetta tók Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en hann sagði að þeir sem tækju þátt í þjálfun úkraínskra hermanna nytu engrar friðhelgi og þá gilti einu þótt þeir væru Frakkar. Á blaðamannafundinum talaði Lavrov einnig niður friðarráðstefnu sem Úkraínumenn hafa boðað til í Sviss síðar í þessum mánuði. Rússum var ekki boðið að taka þátt og sagði Lavrov ráðstefnuna merkingarlausa. Aðeins væri um að ræða tilraunir til að varðveita bandalag sem væri að liðast sundur. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Hernaður Vestur-Kongó Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Norðanáttin gengur niður Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Sjá meira
Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi með Jean Claude Gakosso, utanríkisráðherra Vestur-Kongó, en Lavrov er nú í opinberri heimsókn í Afríku. Úkraínumenn greindu frá því í síðustu viku að greitt hefði verið fyrir því að franskir hermenn gætu komið til Úkraínu í þeim tilgangi að þjálfa úkraínska hermenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hins vegar aðspurður um staðhæfingarnar ekki vilja tjá sig um eitthvað sem gæti mögulega gerst. Hann myndi tjá sig um málið þegar þess yrði minnst síðar í þessari viku að 80 ár væru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Lavrov sagðist telja að Frakkar væru þegar komnir til Úkraínu en óháð stöðu þeirra þá væru allir embættismenn hersveita og allir málaliðar lögmæt skotmörk Rússa. Undir þetta tók Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en hann sagði að þeir sem tækju þátt í þjálfun úkraínskra hermanna nytu engrar friðhelgi og þá gilti einu þótt þeir væru Frakkar. Á blaðamannafundinum talaði Lavrov einnig niður friðarráðstefnu sem Úkraínumenn hafa boðað til í Sviss síðar í þessum mánuði. Rússum var ekki boðið að taka þátt og sagði Lavrov ráðstefnuna merkingarlausa. Aðeins væri um að ræða tilraunir til að varðveita bandalag sem væri að liðast sundur.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Hernaður Vestur-Kongó Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Norðanáttin gengur niður Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Sjá meira