Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2024 12:31 Halla Tómasdóttir hafði sannarlega ástæðu til að fagna vel með stuðningsfólki sínu allt frá fyrstu tölum til þeirra síðustu. Vísir/Vilhelm Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mættu í beina útsendingu á kosningavöku Stöðvar 2 eftir að nokkuð ljóst var hvert stefndi með úrslitin. Þær fögnuðu því allar að þrjár konur hefðu verið í toppbaráttunni um forsetaembættið.Vísir Síðasta könnun Maskínu fyrir fréttastofuna var birt sama dag og síðari kappræður forsetaframbjóðenda fóru fram fimmtudaginn 30. maí. Þar hafði Halla Tómasdóttir siglt upp að hlið Katrínar Jakobsdóttur, báðar með 24,1 prósenta fylgi. Könnunin sýndi að Halla Tómasdóttir var enn á flugi frá því fylgi hennar nánast þrefaldaðist milli kannana Maskínu hinn 8. maí og 16. maí þegar sex efstu frambjóðendur samkvæmt könnunum mættu í fyrri kappræður Stöðvar 2. Hér sést mjög skýrt hvernig fylgi Höllu Tómasdóttur var á mikilli uppleið í þremur könnunum Maskínu síðustu vikuna fyrir kosningar, í samanburði við úrslit kosninga.Stöð 2/Sara Maskína hélt hins vegar áfram að fylgjast með þeim miklu hreyfingum sem kannanir fyrirtækisins og annarra könnunarfyrirtækja höfðu sýnt að voru á fylgi efstu frambjóðenda allt frá upphafi annarar viku aprílmánaðar. Í fyrstu tveimur könnunum Maskínu sem birtar voru 8. apríl og 18. apríl var Katrín með örugga forystu með 32,9 prósenta fylgi í fyrstu könnuninni og 31,4 prósent í annarri. Flökti fylgi Katrínar frá 23 prósentum til 27 prósenta en fylgi Höllu Hrundar Logadóttur, Baldurs Þórhallassonar, Jóns Gnarrs og Höllu Tómasdóttur fór á mikla hreyfingu. Hér er þróunin á fylgi efstu sex forsetaframbjóðenda í fimm könnunum Maskínu frá 8. maí til dagsins fyrir kjördag, í samanburði við úrslit kosninganna í gær.Stöð 2/Sara Leið Höllu Tómasdóttur upp á við hófst í könnun Gallups sem birt var 10. maí, Prósents 13. maí og Maskínu 16. maí. Það jókst síðan stöðugt milli kannana eins og rakið hefur verið. Í könnun sem Maskína gerði síðan frá klukkan tíu að morgni til átta að kveldi föstudagsins 31. maí, daginn fyrir kjördag kom fram að Halla Tómasdóttir var enn í mikilli sókn og hafði þá stungið alla aðra frambjóðendur af. Þóra Ásgeirsdóttir framvæmdastjóri Maskínu segir að fyrirtækið hafi hins vegar ákveðið að birta ekki könnunina vegna þess að ekki hafi þótt viðeigandi að birta könnun á kjördag. Í þessari síðustu könnun mældist Halla með 32 prósenta fylgi og Katrín með 23 prósent. Katrín var þannig föst með rétt rúmlega tuttugu prósent frá síðustu könnunum og fylgi annarra efstu frambjóðenda komið á mikla ferð. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31 Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31 Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ 2. júní 2024 01:33 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mættu í beina útsendingu á kosningavöku Stöðvar 2 eftir að nokkuð ljóst var hvert stefndi með úrslitin. Þær fögnuðu því allar að þrjár konur hefðu verið í toppbaráttunni um forsetaembættið.Vísir Síðasta könnun Maskínu fyrir fréttastofuna var birt sama dag og síðari kappræður forsetaframbjóðenda fóru fram fimmtudaginn 30. maí. Þar hafði Halla Tómasdóttir siglt upp að hlið Katrínar Jakobsdóttur, báðar með 24,1 prósenta fylgi. Könnunin sýndi að Halla Tómasdóttir var enn á flugi frá því fylgi hennar nánast þrefaldaðist milli kannana Maskínu hinn 8. maí og 16. maí þegar sex efstu frambjóðendur samkvæmt könnunum mættu í fyrri kappræður Stöðvar 2. Hér sést mjög skýrt hvernig fylgi Höllu Tómasdóttur var á mikilli uppleið í þremur könnunum Maskínu síðustu vikuna fyrir kosningar, í samanburði við úrslit kosninga.Stöð 2/Sara Maskína hélt hins vegar áfram að fylgjast með þeim miklu hreyfingum sem kannanir fyrirtækisins og annarra könnunarfyrirtækja höfðu sýnt að voru á fylgi efstu frambjóðenda allt frá upphafi annarar viku aprílmánaðar. Í fyrstu tveimur könnunum Maskínu sem birtar voru 8. apríl og 18. apríl var Katrín með örugga forystu með 32,9 prósenta fylgi í fyrstu könnuninni og 31,4 prósent í annarri. Flökti fylgi Katrínar frá 23 prósentum til 27 prósenta en fylgi Höllu Hrundar Logadóttur, Baldurs Þórhallassonar, Jóns Gnarrs og Höllu Tómasdóttur fór á mikla hreyfingu. Hér er þróunin á fylgi efstu sex forsetaframbjóðenda í fimm könnunum Maskínu frá 8. maí til dagsins fyrir kjördag, í samanburði við úrslit kosninganna í gær.Stöð 2/Sara Leið Höllu Tómasdóttur upp á við hófst í könnun Gallups sem birt var 10. maí, Prósents 13. maí og Maskínu 16. maí. Það jókst síðan stöðugt milli kannana eins og rakið hefur verið. Í könnun sem Maskína gerði síðan frá klukkan tíu að morgni til átta að kveldi föstudagsins 31. maí, daginn fyrir kjördag kom fram að Halla Tómasdóttir var enn í mikilli sókn og hafði þá stungið alla aðra frambjóðendur af. Þóra Ásgeirsdóttir framvæmdastjóri Maskínu segir að fyrirtækið hafi hins vegar ákveðið að birta ekki könnunina vegna þess að ekki hafi þótt viðeigandi að birta könnun á kjördag. Í þessari síðustu könnun mældist Halla með 32 prósenta fylgi og Katrín með 23 prósent. Katrín var þannig föst með rétt rúmlega tuttugu prósent frá síðustu könnunum og fylgi annarra efstu frambjóðenda komið á mikla ferð.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31 Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31 Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ 2. júní 2024 01:33 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Ekki sammála að fólk hafi kosið taktískt „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39
Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25
Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31
Kosningarnar gerðar upp Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig. 2. júní 2024 09:31
Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ 2. júní 2024 01:33