Lífið

Millie Bobby og Bon Jovi yngri í hnapp­helduna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi hafa aldrei verið betri.
Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi hafa aldrei verið betri. EPA-EFE/SARAH YENESEL

Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi eru gengin í það heilaga. Þetta staðfestir faðir Jake, söngvarinn og goðsögnin Jon Bon Jovi.

Bon Jovi sagði frá öllu saman í breska spjallþættinum The One Show. Þar var hann spurður að því hvernig sonurinn og tengdadóttirin, sem gerði garðinn frægan í Stranger Things þáttunum á Netflix, hefðu það.

„Þau hafa aldrei verið betri,“ sagði söngvarinn. Hann segir brúðkaupið hafa verið lítið og einungis nánustu fjölskyldu boðið. Hann segir að þau stefni á að halda stærra brúðkaup síðar á árinu.

Mille Bobby Brown hefur áður tjáð sig um það að hún vilji helst halda einkalífinu á bakvið luktar dyr. Hún og Jake, sem er fyrirsæta, trúlofuðu sig í apríl á síðasta ári.

„Það eru svo margar stundir í lífinu sem þú upplifir bara einu sinni. Að gera þetta allt fyrir framan augum allra og heyra skoðanir allra á því, er eitthvað sem mér líður ekki vel með,“ hefur leikkonan áður sagt um einkalífið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×