„Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 19:05 Bubbi er orðinn langþreyttur á ljóutm skilaboðum á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann. Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann.
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira