Innlent

Þriðjungur þekkir ekki neitt til Ei­ríks og Viktors

Árni Sæberg skrifar
Viktori og Eiríki Inga virðist ganga illa að kynna sig.
Viktori og Eiríki Inga virðist ganga illa að kynna sig. Vísir/Vilhelm

Þriðjungur svarenda nýrrar könnunar Maskínu þekkir ekki neitt til forsetaframbjóðendanna Eiríks Inga Jóhannssonar og Viktors Traustasonar. Langflestir segjast þekkja mikið til Katrínar Jakobsdóttur.

Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu þar sem eftirfarandi spurning var lögð fyrir þjóðhóp fólks, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu: Hversu mikið eða lítið þekkir þú til eftirfarandi frambjóðenda til embættis forseta Íslands? Niðurstöðurnar má sjá hér að neðan:

MaskínaFleiri fréttir

Sjá meira


×