Lífið

Styrktist í trúnni eftir á­fallið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún er nýr biskup.
Guðrún er nýr biskup.

Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Guðrúnar Karls Helgudóttur nýkjörins biskups Íslands í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hún býr á heimili sínu ásamt eiginmanni sínum, dóttur, kisunni og um það bil fimmtíu fiskum.

„Maðurinn minn ræktar fiska hérna úti í bílskúr,“ segir Guðrún og hlær.

„Svo á ég eina dóttir sem er rúmlega þrítug og er farin að heima og á tvö börn og ég er því orðin amma,“ segir Guðrún sem er nýorðin fimmtíu og fimm ára.

Guðrún á þrjú systkini. Tvær systur og einn bróðir sem því miður tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Það hafði eðlilega mikil áhrif á alla fjölskylduna.

„Ég var nýflutt til Svíþjóðar og var að sækja um að fá að verða prestur þar í sænsku kirkjunni. Þetta hafði að sjálfsögðu mikil áhrif og hefur enn að miklu leyti. Við þekkjum þessi málefni vel og þau skipta mig miklu máli,“ segir Guðrún sem styrkist í trúnni eftir þetta mikla áfall.

„Ég er svo sannfærð um það að hann er á góðum stað. Ég hlakka bara til að sjá hann þegar að því kemur.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×