Innlent

Fluttur með þyrlu vegna vinnu­slyss á bónda­bæ

Kjartan Kjartansson skrifar
Þyrlan lenti með manninn í Fossvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Myndin er úr safni.
Þyrlan lenti með manninn í Fossvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á áttræðisaldri sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slasaðist í vinnuslysi á bóndabæ. Meiðsli hans eru ekki sögð lífshættuleg.

Þyrlan lenti með manninn við Landspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir við Vísi að vinnuslysið hafi orðið á sveitabæ austan Þjórsár. 

Sveinn Kristján hafði ekki upplýsingar um hvernig slysið bar að eða hvernig maðurinn slasaðist. Það er í rannsókn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×