Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. maí 2024 15:01 Þórdís Ingadóttir, prófessor og sérfræðingur í alþjóðamálum, segir Ísraelsmönnum þyngjast róðurinn á alþjóðavísu. Vísir/Arnar Halldórsson Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Í viðtali í Sprengisandi á bylgjunni segir Þórdís að stöðugt versnandi staða hundruða þúsunda á hálfgerðum vergangi í og við Rafaborg við landamæri Egyptalands valdi dómsvöldum í Haag töluverðum áhyggjum. Mikið hafi verið spurt um hvernig Ísraelsmenn hygðust bregðast við ástandinu en fátt hafi verið um svör. „Svo kemur þessi úrskurður og þeir verða að draga úr hernaðinum í Rafah til að tryggja það að þetta fólk geti ekki orðið fórnarlömb þjóðarmorðs,“ segir Þórdís. Sultur sem herkænska Hún bendir á að hryggjarsúlan í beiðninni sé sú að ísraelsk stjórnvöld beiti sulti vísvitandi sem hernaðaraðferð. Það teljist glæpur gegn mannkyni. Þórdís segir handtökuskipunin á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem og öðrum háttsettum ráðamönnum þar í landi, gjörbreyta stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Það er stórmál, bæði pólitískt og lagalega. Hann er líka mjög þungorður í sinni yfirlýsingu. Hann ítrekar það að sömu lög verði að gilda um alla. Þetta er náttúrlega dómstóll með mjög mörg mál í gangi. Meðal annars gegn Rússlandi og málum í Súdan og Venesúela og Búrma. Hann segir að ef lögin eigi bara að gilda um suma en ekki aðra þá erum við að grafa undan öllu kerfinu og það bara hrynur,“ segir Þórdís. Bandaríkjamenn í þversögn Þórdís segir einnig að ákveðinnar hræsni gæti í viðbrögðum sumra Vesturlanda við ákvörðun Karim Khan, aðalsaksóknara sakamáladómstólsins, að biðja um handtökuskipunina. Málið svipi mikið til ákæru dómstólsins á hendur rússneskum yfirvöldum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Það var svolítið vendipunktur þegar Úkraína kemur inn í þetta. Þeir sem eru að gagnrýna núna helst lögsögu dómstólsins er líka sömu ríki og eru að styðja dómstólinn í að saksækja glæpi í Úkraínu af hálfu Rússa. Þeir eru að fara svolítið í þversögn,“ segir hún. „Bandaríkjamenn eru núna að styðja málsókn gegn Pútín fyrir þessum alþjóðasakadómstól. Og þeir eru í því að reyna að búa til enn annan dómstól til að ákæra Pútín fyrir árás sem er sitjandi þjóðhöfðingi í landi sem hefur þá enga aðild að þessum dómstól,“ bætir hún við. Hún segir ísraelsk stjórnvöld vera að einangrast og að það sé erfiðara og erfiðara fyrir alþjóðasamfélagið að taka ekki afstöðu þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjamanna og annarra. „Það hafa allir samúð með þessum hörmungum sem átti sér stað þann sjöunda október en hvernig þeir eru að beita þessum hernaði það er að tikka í öll þessi box og vekja þetta kerfi allt upp,“ segir Þórdís. Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Í viðtali í Sprengisandi á bylgjunni segir Þórdís að stöðugt versnandi staða hundruða þúsunda á hálfgerðum vergangi í og við Rafaborg við landamæri Egyptalands valdi dómsvöldum í Haag töluverðum áhyggjum. Mikið hafi verið spurt um hvernig Ísraelsmenn hygðust bregðast við ástandinu en fátt hafi verið um svör. „Svo kemur þessi úrskurður og þeir verða að draga úr hernaðinum í Rafah til að tryggja það að þetta fólk geti ekki orðið fórnarlömb þjóðarmorðs,“ segir Þórdís. Sultur sem herkænska Hún bendir á að hryggjarsúlan í beiðninni sé sú að ísraelsk stjórnvöld beiti sulti vísvitandi sem hernaðaraðferð. Það teljist glæpur gegn mannkyni. Þórdís segir handtökuskipunin á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sem og öðrum háttsettum ráðamönnum þar í landi, gjörbreyta stöðu landsins á alþjóðavettvangi. „Það er stórmál, bæði pólitískt og lagalega. Hann er líka mjög þungorður í sinni yfirlýsingu. Hann ítrekar það að sömu lög verði að gilda um alla. Þetta er náttúrlega dómstóll með mjög mörg mál í gangi. Meðal annars gegn Rússlandi og málum í Súdan og Venesúela og Búrma. Hann segir að ef lögin eigi bara að gilda um suma en ekki aðra þá erum við að grafa undan öllu kerfinu og það bara hrynur,“ segir Þórdís. Bandaríkjamenn í þversögn Þórdís segir einnig að ákveðinnar hræsni gæti í viðbrögðum sumra Vesturlanda við ákvörðun Karim Khan, aðalsaksóknara sakamáladómstólsins, að biðja um handtökuskipunina. Málið svipi mikið til ákæru dómstólsins á hendur rússneskum yfirvöldum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Það var svolítið vendipunktur þegar Úkraína kemur inn í þetta. Þeir sem eru að gagnrýna núna helst lögsögu dómstólsins er líka sömu ríki og eru að styðja dómstólinn í að saksækja glæpi í Úkraínu af hálfu Rússa. Þeir eru að fara svolítið í þversögn,“ segir hún. „Bandaríkjamenn eru núna að styðja málsókn gegn Pútín fyrir þessum alþjóðasakadómstól. Og þeir eru í því að reyna að búa til enn annan dómstól til að ákæra Pútín fyrir árás sem er sitjandi þjóðhöfðingi í landi sem hefur þá enga aðild að þessum dómstól,“ bætir hún við. Hún segir ísraelsk stjórnvöld vera að einangrast og að það sé erfiðara og erfiðara fyrir alþjóðasamfélagið að taka ekki afstöðu þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjamanna og annarra. „Það hafa allir samúð með þessum hörmungum sem átti sér stað þann sjöunda október en hvernig þeir eru að beita þessum hernaði það er að tikka í öll þessi box og vekja þetta kerfi allt upp,“ segir Þórdís.
Átök í Ísrael og Palestínu Sprengisandur Ísrael Palestína Tengdar fréttir Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44
Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. 22. maí 2024 07:26