Innlent

Á­fengis­sala, for­seta­kosningar og neyt­enda­mál

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Að vanda er dagskráin fjölbreytt í Sprengisandi í dag. Rætt verður um Gasa, áfengissölu, neytendamál og auðvitað forsetakosningarnar. 

Ingvi Hrafn Óskarsson, lögmaður Neytendasamtakanna, rekur mál samtakanna gegn íslenskum bönkum í svokölluðu vaxtamáli sem höfðað er til að fá ógilda óskýra skilmála í lánum með breytilegum vöxtum.

Þórdís Ingadóttir, prófessor við HR og sérfræðingar í alþjóðalögum, ræðir nýjar ákvarðanir alþjóðlegra dómstóla sem varða framgöngu Ísraels á Gaza, meðal annars hugsanlega handtökuskipan á hendur fors. ráðherra Ísraels.

Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ræða forsetakosningarnar og spá í spilin þegar tæp vika er til kjördags.

Eyjólfur Ármannsson og Hanna Katrín Friðriksson skiptast á skoðunum um meint einkaleyfi íslenska ríkisins til að selja áfengi og þá stöðu sem löggjafinn er komin í eftir að einkaleyfið hefur í raun verið afnumið án lagabreytinga.


Tengdar fréttir

Forsetakosningar, mansal og samningar Reykjavíkur við olíufélögin

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Pólitíkin, dánaraðstoð, NATO og kosningar á Sprengisandi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×