Innlent

Bregst við á­hyggjum af á­fengis­sölu og á­hyggjur brimbrettakappa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Forstjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Í kvöldfréttunum fjöllum við um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra gagnrýndi í dag gagnrýnendur frumvarpsins fyrir að beina spjótum sínum að embættismönnum. Einn gagnrýnenda fer yfir málið í beinni útsendingu.

Einnig verður rætt við brimbrettakappa sem hafa miklar áhyggjur af framtíð öldunnar í Þorlákshöfn verði úr landfyllingu við höfnina. 

Þá kíkjum við við í Háskólanum í Reykjavík, þar sem ungir hakkarar spreyttu sig í gagnaglímu í dag. Og við verðum í beinni útsendingu frá Kársneshátíð, sem fer fram um helgina. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×