Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 13:52 Gerður Sigtryggsdóttir oddviti segir ákvörðunina lið í sparnaði. Vísir/Samsett Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. „Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum. Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
„Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum.
Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira