Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 13:52 Gerður Sigtryggsdóttir oddviti segir ákvörðunina lið í sparnaði. Vísir/Samsett Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. „Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum. Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum.
Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira