Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 10:18 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. „Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur,“ segir Bjarkey í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Hún rekur þar málið og segir að lengi hafi verið viðvarandi hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi. „Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf,“ segir Bjarkey og að frumvarpið sem unnið var í ráðuneyti hennar hafi vakið mikla athygli. „Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022,“ segir Bjarkey en að svo virðist vera sem ekki allir séu sáttir við það. Hún segir allt við gerð frumvarpsins uppi á borði og engu hafi verið stungið ofan í skúffu. „Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina,“ segir Bjarkey. Endurskoða tímaákvæði Eftir ítarlega skoðun hafi verið talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. „Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis.“ Bjarkey segir umræðu um frumvarpið hafa verið þunga og á köflum ómálefnaleg. „Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi,“ segir Bjarkey. Það sé of mikið mál að rekja öll þau ummæli sem hafi birst þar sem „starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt“. Ráðherra hvetur svo að lokum til þess að umræða um frumvarpið fari fram á hærra plani. Frumvarpið í nefnd Frumvarpið var lagt fram á þingi í mars. Fyrsta umræða fór svo fram í apríl og var eftir það vísað aftur til atvinnuveganefndar. Nefndinni hafa borist um 58 umsagnir vegna málsins. Nánar hér. Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Afhentu ráðherra 46 þúsund undirskriftir á eldislöxum Matvælaráðherra var í dag afhentar 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Ráðherra vonast til þess að tekið verði tillit til undirskriftanna hjá atvinnuveganefnd. 22. maí 2024 21:00 Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41 Mögulegt strok á laxi úr landeldi Matvælastofnun hefur borist tilkynningu um óhapp sem gæti hafa leitt til stroks á eldislaxi úr fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. 10. maí 2024 10:37 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
„Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur,“ segir Bjarkey í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Hún rekur þar málið og segir að lengi hafi verið viðvarandi hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi. „Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf,“ segir Bjarkey og að frumvarpið sem unnið var í ráðuneyti hennar hafi vakið mikla athygli. „Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022,“ segir Bjarkey en að svo virðist vera sem ekki allir séu sáttir við það. Hún segir allt við gerð frumvarpsins uppi á borði og engu hafi verið stungið ofan í skúffu. „Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina,“ segir Bjarkey. Endurskoða tímaákvæði Eftir ítarlega skoðun hafi verið talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. „Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis.“ Bjarkey segir umræðu um frumvarpið hafa verið þunga og á köflum ómálefnaleg. „Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi,“ segir Bjarkey. Það sé of mikið mál að rekja öll þau ummæli sem hafi birst þar sem „starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt“. Ráðherra hvetur svo að lokum til þess að umræða um frumvarpið fari fram á hærra plani. Frumvarpið í nefnd Frumvarpið var lagt fram á þingi í mars. Fyrsta umræða fór svo fram í apríl og var eftir það vísað aftur til atvinnuveganefndar. Nefndinni hafa borist um 58 umsagnir vegna málsins. Nánar hér.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Afhentu ráðherra 46 þúsund undirskriftir á eldislöxum Matvælaráðherra var í dag afhentar 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Ráðherra vonast til þess að tekið verði tillit til undirskriftanna hjá atvinnuveganefnd. 22. maí 2024 21:00 Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41 Mögulegt strok á laxi úr landeldi Matvælastofnun hefur borist tilkynningu um óhapp sem gæti hafa leitt til stroks á eldislaxi úr fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. 10. maí 2024 10:37 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Afhentu ráðherra 46 þúsund undirskriftir á eldislöxum Matvælaráðherra var í dag afhentar 46 þúsund undirskriftir gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Ráðherra vonast til þess að tekið verði tillit til undirskriftanna hjá atvinnuveganefnd. 22. maí 2024 21:00
Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41
Mögulegt strok á laxi úr landeldi Matvælastofnun hefur borist tilkynningu um óhapp sem gæti hafa leitt til stroks á eldislaxi úr fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. 10. maí 2024 10:37
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent