Tamningakona sýknuð af bótakröfu vegna reiðslyss Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 19:03 Slysið átti sér stað í gerði við hesthús árið 2018. Ekki kemur fram í dómnum hvar slysið varð. Myndin er frá Kópavogi og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna. Hestar Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna.
Hestar Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira