Innlent

Aukinn við­búnaður í verð­mæta­flutningum og ó­veður í beinni

Ritstjórn skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður í fyrsta sinn frá atvikinu rætt við framkvæmdastjóra Öryggismiðstöðvarinnar sem segir að viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu.

Ísraelum ber að stöðva allar aðgerðir í Rafah á Gaza samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, mætir í myndver og fer yfir líkleg áhrif úrskurðarins.

Þá verður rætt við heilbrigðisráðherra um mál sjö vikna gamallar stúlku sem lést skömmu eftir að hafa verið skoðuð á Landspítala í haust. Móðir hennar hefur kallað eftir breyttum verkferlum á spítalanum.

Við verðum einnig í beinni frá rigningunni og rokinu með veðurfræðingi og athugum hvort fleiri viðvaranir séu í kortunum. Auk þess heyrum við í lýðheilsufræðingi sem hefur miklar áhyggjur af auknu aðgengi að áfengi, hittum stráka sem hafa prófað alla sparkvelli landsins og verðum í beinni frá svokallaðri skynsegin bíósýningu - þar sem öllu áreiti verður stillt í hóf.

Í Sportpakkanum hittum við langstökkvarann Daníel Inga sem glímdi við erfið meiðsli sem reyndu á andlegu hliðina.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×