Innlent

Vendingar í nýrri könnun og köttur heiðraður með styttu

Ritstjórn skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Töluverðar breytingar eru á stuðningi við forsetaframbjóðendur samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu. Helstu tíðindi verða birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í beinni.

Töluverðar breytingar eru á stuðningi við forsetaframbjóðendur samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu. Helstu tíðindi verða birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í beinni.

Móðir sem missti sjö vikna gamla dóttur sína er ósátt með svör heilbrigðiskerfisins um andlátið og vill að einhver axli ábyrgð. Rætt verður við móðurina í kvöldfréttum.

Þá fáum við nýjustu tíðindi af Reykjanesskaga og kíkjum á gangnagerð í Færeyjum sem gengur hraðar fyrir sig en hér á landi. Auk þess förum við í gönguferð með Agli Ólafssyni sem segir hreyfingu mikilvæga til þess að hægja á framgangi Parkisons og hittum köttinn Sushi - sem brátt verður reist stytta af í Garðabæ.

Í Sportpakkanum verðum við í beinni frá Hlíðarenda þar sem þriðji leikurinn í einvígi Vals og Grindavíkur fer fram í kvöld. Í Íslandi í dag verður ítarlegra viðtal Heimis Más Péturssonar við Egil Ólafsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×