Innlent

Stefna ríkinu eftir and­lát tveggja ára dóttur og ör­lög sjó­manna sem hurfu

Samúel Karl Ólason skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Fimm klukkustundir liðu frá skoðun hjúkrunarfræðings og þar til tveggja ára stúlka lést úr Covid-19. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldarnir ætla að stefna ríkinu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íslendingur á fertugsaldri var á meðal farþega sem slösuðust í flugvél Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær. Við heyrum lýsingar farþega á atvikinu.

Matvælaráðherra fékk í dag afhentar tugþúsundir undirskrifta gegn sjókvíeldi. Ráðherra vonar að tekið verði tillit til þeirra við meðferð málsins.

Lögreglan mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði til löggæslumála á sama tíma og þau glíma við sífellt fleiri og stærri mál. Við ræðum við formann landssambands lögreglumanna í beinni. Þá verðum við einnig í beinni frá íbúafundi í Laugarnesskóla þar sem umdeild skólamál eru til umræðu, vörpum ljósi á áratuga gamalt sjóslys auk þess sem Magnús Hlynur hittir nemendur sem komu ríðandi í Flóaskóla.

Í Sportpakkanum verður rætt við leikmann Vals sem er snúinn aftur eftir meiðsli og í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við foreldra Berglindar Bjargar sem lést tveggja ára gömul eftir að hafa fengið Covid-19.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 22. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×