Glæsihús Gerðar í Blush aftur á sölu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 13:18 Engin kynlífstæki virðast í fljótu bragði vera falin á fasteignaauglýsingu Gerðar í þetta sinn. Hún var sektuð um 200 þúsund krónur á síðasta ári fyrir duldar auglýsingar. Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærastinn hennar Jakob Fannar Hansen hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi á sölu. Húsið var einnig á sölu fyrir tveimur árum en á þeim tíma hefur fasteignaverð þess hækkað um tæpar sjötíu milljónir. Einbýlishúsið, sem er staðsett í Þrymsölum í Kópavogi, er tveggja hæða og skráð 404,3 fermetrar. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir og telur samtals sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Ásett verð er 249,9 milljónir. Vísir fjallaði um það árið 2022 þegar húsið fór á sölu. Þá var óskað eftir tilboði í eignina en fasteignamatið var 161,6 milljónir. Húsið er í dag metið á 227,2 milljónir. Gerður og Jakob eru að byggja sér draumahúsið sitt í Hveragerði. Í samtali við Vísi á sínum tíma greindi Gerður frá því að þar ættu þau fjölskyldu og vini sem þau hlökkuðu mikið til að vera nær. Jakob bjó allt sitt líf þar og flutti bara í bæinn þegar við byrjuðum að búa saman. Hún sagði að það yrði erfitt að kveðja húsið í Kópavogi en foreldrar hennar byggðu það. Húsið er staðsett nálægt golfvellinum GKG með stórbrotnu útsýni. Sektuð vegna dulinna auglýsinga Á síðasta ári var Blush gert að greiða 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona, vakti mikla athygli þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum Tiktok þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingu Gerðar. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða og úrskurðaði síðar að svo væri. Í fljótu bragði virðast ekki vera nein kynlífstæki falin á fasteignamyndunum í þetta sinn. Nánari upplýsingar um eignina má finna á Fasteignavef Vísis. Glæsilegt útsýni er úr stofunni yfir golfvöll GKG. Húsið er afar smekklega innréttað. Baðherbergið er sérlega glæsilegt. Ljós frá Tom Dixon setja svip sinn á rýmið. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir. Fasteignamarkaður Hús og heimili Kópavogur Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Segir strákunum að hætta í ameríska efninu: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Einbýlishúsið, sem er staðsett í Þrymsölum í Kópavogi, er tveggja hæða og skráð 404,3 fermetrar. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir og telur samtals sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Ásett verð er 249,9 milljónir. Vísir fjallaði um það árið 2022 þegar húsið fór á sölu. Þá var óskað eftir tilboði í eignina en fasteignamatið var 161,6 milljónir. Húsið er í dag metið á 227,2 milljónir. Gerður og Jakob eru að byggja sér draumahúsið sitt í Hveragerði. Í samtali við Vísi á sínum tíma greindi Gerður frá því að þar ættu þau fjölskyldu og vini sem þau hlökkuðu mikið til að vera nær. Jakob bjó allt sitt líf þar og flutti bara í bæinn þegar við byrjuðum að búa saman. Hún sagði að það yrði erfitt að kveðja húsið í Kópavogi en foreldrar hennar byggðu það. Húsið er staðsett nálægt golfvellinum GKG með stórbrotnu útsýni. Sektuð vegna dulinna auglýsinga Á síðasta ári var Blush gert að greiða 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona, vakti mikla athygli þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum Tiktok þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingu Gerðar. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða og úrskurðaði síðar að svo væri. Í fljótu bragði virðast ekki vera nein kynlífstæki falin á fasteignamyndunum í þetta sinn. Nánari upplýsingar um eignina má finna á Fasteignavef Vísis. Glæsilegt útsýni er úr stofunni yfir golfvöll GKG. Húsið er afar smekklega innréttað. Baðherbergið er sérlega glæsilegt. Ljós frá Tom Dixon setja svip sinn á rýmið. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Kópavogur Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Segir strákunum að hætta í ameríska efninu: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Segir strákunum að hætta í ameríska efninu: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákunum að hætta í ameríska efninu: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning