Lífið

Lit­fögur listamannaíbúð við Melhaga

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin er staðsett á eftirsóttum stað í Vesturbæ Reykjavíkur.
Íbúðin er staðsett á eftirsóttum stað í Vesturbæ Reykjavíkur.

Listaparið Matthías Rúnar Sigurðsson og Anna Vilhjálmsdóttir hafa sett afar glæsilega hæð með sérinngangi við Melhaga í Vestubær Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Um er að ræða 136,6 fermetra hæð í húsi sem var byggt árið 1950. Í íbúðinni og eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Stofur eru rúmgóðar og bjartar með útgengi á suðursvalir.

Í eldhúsi er vegleg sérsmíðuð innrétting úr fallegum við með hvítri borðplötu. Tignarlegur ískápur frá  SMEG í beinhvítu setur skemmtilegan svip á rýmið. 

Heimili parsins er innréttað á afar sjarmerandi máta þar sem björt rými, hlýlegur viður og bláir litatónar flæða á milli rýma. 

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir

Listrænir bræður opna frumlega listasýningu

Bræðurnir og listamennirnir Arngrímur Sigurðsson og Matthías Rúnar Sigurðsson standa fyrir samsýningu í Ásmundarsal sem ber nafnið Vættatal. Á sýningunni vinna þeir með hinar ýmsu skepnur og skoffín og er nóg af verum í salnum á borð við svokallaðar sýsiforlirfur og hafgúur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×