Hafa náð lendingu um staðarval nýs kirkjugarðs Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 10:08 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði að jarða í nýjum kirkjugarði eftir þrjú til fjögur ár. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA/VÍSIR/VILHELM Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði þar sem sá sem fyrir er við kirkjuna er sprunginn. Íbúakosning um málið fór fram á dögunum þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár. Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár.
Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira