Þolinmæði saminganefnda á þrotum Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 20. maí 2024 20:39 Saminganefndir VM og RSÍ eru að verða úrkula vonar um að samningar náist. Vísir/Rúnar Félagsmenn VM og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa nú verið samningslausir í fjóra mánuði og segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, að þolinmæðin sé á þrotum. Komi til aðgerða af þeirra hálfu gæti það haft rafmagnsskort í för með sér. Guðmundur og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með vinnubrögð Samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í orkugeiranum þegar kemur að kjaraviðræðum. Þar segja þeir viðsemjendur sína ekki hafa sýnt fram á samningsvilja. „Staðan er sú að félagsfólk þessara félaga innan orkugeirans hefur verið samningslaust í bráðum fjóra mánuði án þess að fram hafi farið raunverulegt samtal um kjör þess, öryggi eða starfsumhverfi,“ kemur fram í yfirlýsingunni. Þar skrifa þeir jafnframt að samninganefndir félaganna tveggja séu að verða úrkula vonar um að skrifað verði undir nýjan samning. Næstu skref verði tekin með þá stöðu að leiðarljósi. „Framganga SA við samningaborðið hefur ekki verið til þess fallin að þoka viðræðunum í rétta átt,“ skrifa þeir. Fundir sem gætu verið tölvupóstar Guðmundur segir lítið hafa hreyfst í viðræðunum síðustu vikurnar og segir samningsvilja viðsemjenda sinna vera lítinn. Viðræður séu ekki að stranda á launaliðnum heldur frekar atriðum eins og bakvöktum og útköllum. Aðspurður segir hann ekkert ákveðið um næstu skref en að eitthvað þurfi að fara að breytast ætli Samtök atvinnulífsins að ná samningum. „Við erum búin að eiga hérna nokkra fundi sem hefðu getað verið tölvupóstur. Það er ekki forsvaranlegt að kalla menn, utan af landi jafnvel, á fundi sem gerist ekki neitt á,“ segir Guðmundur. „Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvort að þetta séu fyrirtækin eða hvort að SA er að halda utan um þetta þannig að þau vilji draga þetta einhverra hluta vegna en þá eiga menn bara að segja okkur það,“ bætir hann við. Aðgerðir hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér Komi til aðgerða gætu afleiðingar þeirra orðið skortur á rafmagni. Guðmundur segist þó vona að ekki þurfa að grípa til slíkra ráða. „Víðtækust áhrifa eru náttúrlega það að það verður skortur á rafmagni. Það er hægt að bregðast við með því að skera niður hjá stóriðju til að láta önnur fyrirtæki hafa en það er þeirra vandamál. Við eigum bara eftir að taka þetta samtal og ég vona svo sannarlega að fyrirtækin setjist við borðið og við klárum þetta fljótt og vel,“ segir hann. Er einhver fundur boðaður? „Nei, enginn ákveðinn fundur eins og er en ég vonast til að við fáum að heyra í sáttasemjara fljótlega á morgun eða á hinn.“ Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Guðmundur og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með vinnubrögð Samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í orkugeiranum þegar kemur að kjaraviðræðum. Þar segja þeir viðsemjendur sína ekki hafa sýnt fram á samningsvilja. „Staðan er sú að félagsfólk þessara félaga innan orkugeirans hefur verið samningslaust í bráðum fjóra mánuði án þess að fram hafi farið raunverulegt samtal um kjör þess, öryggi eða starfsumhverfi,“ kemur fram í yfirlýsingunni. Þar skrifa þeir jafnframt að samninganefndir félaganna tveggja séu að verða úrkula vonar um að skrifað verði undir nýjan samning. Næstu skref verði tekin með þá stöðu að leiðarljósi. „Framganga SA við samningaborðið hefur ekki verið til þess fallin að þoka viðræðunum í rétta átt,“ skrifa þeir. Fundir sem gætu verið tölvupóstar Guðmundur segir lítið hafa hreyfst í viðræðunum síðustu vikurnar og segir samningsvilja viðsemjenda sinna vera lítinn. Viðræður séu ekki að stranda á launaliðnum heldur frekar atriðum eins og bakvöktum og útköllum. Aðspurður segir hann ekkert ákveðið um næstu skref en að eitthvað þurfi að fara að breytast ætli Samtök atvinnulífsins að ná samningum. „Við erum búin að eiga hérna nokkra fundi sem hefðu getað verið tölvupóstur. Það er ekki forsvaranlegt að kalla menn, utan af landi jafnvel, á fundi sem gerist ekki neitt á,“ segir Guðmundur. „Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvort að þetta séu fyrirtækin eða hvort að SA er að halda utan um þetta þannig að þau vilji draga þetta einhverra hluta vegna en þá eiga menn bara að segja okkur það,“ bætir hann við. Aðgerðir hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér Komi til aðgerða gætu afleiðingar þeirra orðið skortur á rafmagni. Guðmundur segist þó vona að ekki þurfa að grípa til slíkra ráða. „Víðtækust áhrifa eru náttúrlega það að það verður skortur á rafmagni. Það er hægt að bregðast við með því að skera niður hjá stóriðju til að láta önnur fyrirtæki hafa en það er þeirra vandamál. Við eigum bara eftir að taka þetta samtal og ég vona svo sannarlega að fyrirtækin setjist við borðið og við klárum þetta fljótt og vel,“ segir hann. Er einhver fundur boðaður? „Nei, enginn ákveðinn fundur eins og er en ég vonast til að við fáum að heyra í sáttasemjara fljótlega á morgun eða á hinn.“
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira