„Þessi gullfallega hárprúða stúlka mætti í heiminn 9. maí og hefur stækkað hjörtu okkar allra um nokkur númer. Þeim mæðgum heilsast báðum vel, bræður yfir sig spenntir og glaðir að fá litlu systu loksins í heiminn,“ segir í sameiginlegri færslu parsins á Instagram.
Dóttirin er fyrsta barn þeirra saman en fyrir eiga þau hvort sinn strákinn. Þau Þórdís og Júlí voru í sama bekk í Listaháskóla Íslands og höfðu verið vinir í langan tíma áður en ástin tók völd. Þau trúlofuðu sig í maí árið 2022.