Innlent

Flug­vél Icelandair þurfti að snúa við

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
155 farþegar voru um borð og búið er að skipuleggja annað flug seinna í dag.
155 farþegar voru um borð og búið er að skipuleggja annað flug seinna í dag. Vísir/Vilhelm

Flugvél Icelandair sem lögð var af stað til Glasgow í Skotlandi þurfti að snúa við skömmu eftir brottför. Vélin tók á loft rétt fyrir hálf ellefu í morgun en upp úr ellefu barst boðun um vélarvanda og óskað var eftir því að vélinni yrði snúið við.

Klukkan hálf tólf lenti svo vélin á Keflavíkurflugvelli án vandkvæða, að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia.

Bilunin var í vökvakerfi vélarinnar og er þá samkvæmt verklagi snúið við til lendingar, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, forstöðumanns samskipta hjá Icelandair. 155 farþegar voru um borð í vélinni og búið er að skipuleggja annað flug til Glasgow klukkan fjögur í dag. 

Vélin sem bilunin kom upp í verður skoðuð samkvæmt verklagi, segir Ásdís.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×