Þurftu að farga 30 þúsund eintökum vegna forsetaframboðs Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 10:05 Katrín mun hafa verið að vinna að inngangi bókarinnar fram á síðustu stundu, sem gefur til kynna að ákvörðunin um að gefa kost á sér til forseta Íslands hafi ekki verið tekin af léttúð. vísir/stjórnarráðið/vilhelm Farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók sem til stóð að gefa þjóðinni í tilefni áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Ástæðan var breyting á skipan forsætisráðherra sem kallaði á breytingu á formála bókarinnar. Tilkynnt var í upphafi árs að forsætisráðuneytið ætlaði, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna í byrjun júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni stóð til að dreifa um landið og áttu landsmenn að geta nálgast hana í bókasöfnum, bókaverslunum og sundlaugum. Það stendur raunar enn til. Verkefnið mun hafa verið sérstakt hugarfóstur Katrínar Jakobsdóttur þá forsætisráðherra, bókargjöf til þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund eintökum þurfti að farga því inngangsorð, sem Katrín ritaði sem forsætisráðherra, þeim þurfti að skipta út. Bjarni Benediktsson fékk það í fangið að rífa upp penna og rita inngang, sem nýr forsætisráðherra. „Þegar nýr forsætisráðherra tók við störfum var eðli málsins samkvæmt tekið til við að breyta formála bókarinnar,“ segir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Bjarni og Katrín kynna sáttamála ríkisstjórnar á Kjarvalsstöðum árið 2021.Vísir/Vilhelm „Bókin verður þannig gefin út með formála þess forsætisráðherra sem situr í embætti á útgáfudegi. Með nýjum formála,“ segir Sighvatur. Bókin var prentuð í þrjátíu þúsund eintökum, búið var að prenta upplagið en því þurfti að farga. Til stendur að dreifa bókinni í júní. „Kostnaðaráætlun verkefnisins í heild er um 30 milljónir króna. Endanlegar kostnaðartölur liggja ekki fyrir en búist er við að heildarkostnaður verði innan áætlunar,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tilefni gjafarinnar er 80 ára afmæli lýðveldisins. Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar. Eins og áður sagði ritar forsætisráðherra formála en greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formála og útdrætti greina verða á pólsku og ensku. Bókaútgáfa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tilkynnt var í upphafi árs að forsætisráðuneytið ætlaði, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna í byrjun júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni stóð til að dreifa um landið og áttu landsmenn að geta nálgast hana í bókasöfnum, bókaverslunum og sundlaugum. Það stendur raunar enn til. Verkefnið mun hafa verið sérstakt hugarfóstur Katrínar Jakobsdóttur þá forsætisráðherra, bókargjöf til þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund eintökum þurfti að farga því inngangsorð, sem Katrín ritaði sem forsætisráðherra, þeim þurfti að skipta út. Bjarni Benediktsson fékk það í fangið að rífa upp penna og rita inngang, sem nýr forsætisráðherra. „Þegar nýr forsætisráðherra tók við störfum var eðli málsins samkvæmt tekið til við að breyta formála bókarinnar,“ segir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Bjarni og Katrín kynna sáttamála ríkisstjórnar á Kjarvalsstöðum árið 2021.Vísir/Vilhelm „Bókin verður þannig gefin út með formála þess forsætisráðherra sem situr í embætti á útgáfudegi. Með nýjum formála,“ segir Sighvatur. Bókin var prentuð í þrjátíu þúsund eintökum, búið var að prenta upplagið en því þurfti að farga. Til stendur að dreifa bókinni í júní. „Kostnaðaráætlun verkefnisins í heild er um 30 milljónir króna. Endanlegar kostnaðartölur liggja ekki fyrir en búist er við að heildarkostnaður verði innan áætlunar,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tilefni gjafarinnar er 80 ára afmæli lýðveldisins. Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar. Eins og áður sagði ritar forsætisráðherra formála en greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formála og útdrætti greina verða á pólsku og ensku.
Bókaútgáfa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira